Færslur

Sýnir færslur frá janúar 25, 2015

Um fleyga

Það er sennilega ekki skynsamlegt að elta ólar við þetta en ég sagðist í síðasta pistli virða tilraunir sumra Reykdælinga til að hnekkja ákvörðun meirihluta sveitarstjórnar. Ég geri það ekki lengur. Mér varð það á að lesa „Manifestóið“ sem fylgir undirskriftasöfnuninni. Þetta er einhver sú sorglegasta lesning sem ég hef séð. Þar segir, m.a.: Þessi ákvörðun er ekkert annað en tilraun íbúa Þingeyjars(v)eitar utan Reykjadals til þess að brjóta niður samfélagið í einum hluta sveitarfélagsins og kúga íbúana þar í krafti meirihluta. Þetta er þyngra en tárum taki. Þetta er í fyrsta lagi alrangt en svo er hugmyndafræðin sem býr þarna að baki skelfileg. Hún er beinlínis skelfileg. Þarna er verið að beita „öðrun“, það er verið að stilla upp fylkingunum „við og hinir“. Hér er dregin lína í sandinn. Forsvarsmenn söfnunarinnar og stuðningsmenn hennar hafa komist að þeirri merkilegu niðurstöðu að það sé ekki meirihluti sveitarstjórnar sem tók þessa ákvörðun heldur við „hin“ í sv

Þingeyjarsveit er víða

Mynd
Ég tók meðvitaða ákvörðun um að skrifa lítið um sveitarstjórnar- og skólamál fyrir nokkru. Ég hef samt fylgst með og ég virði tilraunir sumra Reykdælinga til að hnekkja ákvörðun meirihlutans. Þetta eru kostir lýðræðissamfélags með óheftu tjáningarfrelsi. Ég er engu að síður undrandi á þeirri ályktun að þegar tveir skólar séu sameinaðir komi aðeins önnur staðsetningin til greina. Ég trúi ekki að að hinn mikli meirihluti íbúa sem samþykkti sameininguna í skoðanakönnuninni hafi ekki áttað sig á að það væru helmingslíkur á því að skólinn þeirra yrði fluttur. Þetta er tilfinningamál og sumir hafa látið frá sér undarleg ummæli. Sum eru mjög heiðarleg eins og t.d. þetta þar sem viðkomandi segir beinum orðum að hann vilji bara hafa skólann hjá sér. Já, við í sveitinni viljum það gjarnan líka. Ýmislegt er sagt í hita leiksins og það er bara eins og það er. Meira segja þegar fulltrúar mínir í sveitarstjórn upplýstu það að einn angi sveitarfélagsins skipti þá meira máli en aðrir l