Það er sennilega ekki skynsamlegt að elta ólar við þetta en ég sagðist í síðasta pistli virða tilraunir sumra Reykdælinga til að hnekkja ákvörðun meirihluta sveitarstjórnar. Ég geri það ekki lengur. Mér varð það á að lesa „Manifestóið“ sem fylgir undirskriftasöfnuninni. Þetta er einhver sú sorglegasta lesning sem ég hef séð. Þar segir, m.a.: Þessi ákvörðun er ekkert annað en tilraun íbúa Þingeyjars(v)eitar utan Reykjadals til þess að brjóta niður samfélagið í einum hluta sveitarfélagsins og kúga íbúana þar í krafti meirihluta. Þetta er þyngra en tárum taki. Þetta er í fyrsta lagi alrangt en svo er hugmyndafræðin sem býr þarna að baki skelfileg. Hún er beinlínis skelfileg. Þarna er verið að beita „öðrun“, það er verið að stilla upp fylkingunum „við og hinir“. Hér er dregin lína í sandinn. Forsvarsmenn söfnunarinnar og stuðningsmenn hennar hafa komist að þeirri merkilegu niðurstöðu að það sé ekki meirihluti sveitarstjórnar sem tók þessa ákvörðun heldur við „hin“ í sv
Frúin sem var flæmd frá Hálsi ásamt fjölskyldunni sinni.