Ég er með hausverk og hita og get ekki hugsað frumlega hugsun í dag svo ég endurútgef. Þetta þýðir ekki að ég mæti ekki í skólann á mánudaginn krakkar!
Ég held að við getum öll verið sammála um að jólin eru sambland hefða í hugum okkar. Hvort sem við lítum á þau sem ljósahátíð í skammdeginu, fögnum fæðingu frelsarans eða sitjum sveitt og reiknum út raðgreiðslurnar þá eigum við vonandi öll eitt sameiginlegt um jólin og það er sameining fjölskyldunnar. Og af því að hefðir eru svo stór hluti jólanna þá eru þær fjölskyldur ákaflega fáar sem hafa ekki sama mat í borðum ár eftir ár. Sami maturinn, sama lyktin, þetta skapar nefnilega sömu stemmninguna, jólastemmninguna.
Nú má segja að matur sé bara matur og það sé fleira sem skipti máli í sambandi við jólin. Ekki ætla ég að bera á móti því en í mínum huga er það fjölskyldun sem skiptir máli. Eins og við vitum getur jólamaturinn skapað mikla togstreitu í nýjum samböndum þegar fólk er að skapa sér sína sérstöku jólastemmningu.
Foreldrar
Frúin sem var flæmd frá Hálsi ásamt fjölskyldunni sinni.