Færslur

Sýnir færslur frá mars 25, 2012

Lausaganga búfjár - Leyfa eða banna?

Atvinnumálanefnd Þingeyjarsveitar vinnur að því þessa dagana að útbúa Búfjársamþykkt fyrir sveitarfélagið. Eru uppi hugmyndir um lausagöngubann stórgripa. Ég aðhyllist það hins vegar ekki og vil gjarna gera grein fyrir af hverju. Við búum í landbúnaðarhéraði. Hverjir eru það sem halda samfélaginu okkar uppi? Það eru þeir einstaklingar sem koma með tekjur utan frá. Þeir sem skaffa útsvarið en lifa ekki á því. Fólk sem vinnur utan sveitarfélagsins eða eru með sjálfstæðan atvinnurekstur innan þess. Bændur eru þar í miklum meirihluta. Leyfi ég mér að fullyrða að búskapur er hryggjarstykkið í samfélaginu okkar.  Að mínu viti væri nær að koma meira til móts við bændur og gera þeim lífið auðveldara en að vera sífellt að auka á þeim kröfur. Nóg er nú samt. Skv. Vegalögum 50. gr. er lausaganga búfjár á stofn- og tengivegum bönnuð. Verði slys þar sem lausaganga er ekki bönnuð fær búfjárhaldari bætur fyrir sína gripi. Sé hún bönnuð þarf hann að hafa sérstaka tryggingu. Ber þess