Lagaflækjur

Til eru kenningar þess efnis að samfélag manna byggist á samkomulagi um réttindi og skyldur . Fólk afsali sér ákveðnum eigin hagsmunum til að njóta verndar og þæginda sem samfélaginu fylgja. Með lögum skal land byggja en ólögum eyða sagði Njáll bóndi. Var hann vitur maður. Samfélagið afsalar sér valdi til fulltrúa sem setja því reglur, t.d. með lögum, og borgararnir beygja sig undir þessar reglur. Reglurnar sem ætlast er til að borgararnir fylgi verða að vera skýrar. Það er hins vegar þrautin þyngri, mannkynið hefur iðkað þrætubókarlistina frá alda öðli. Þess vegna hafa lögfræðingar vinnu og við höfum stofnað dómstóla til að skera úr ágreiningsmálum tengdum lagatúlkunum. (Og ýmsu öðru, svo sem.) Þá verða borgararnir einnig að geta treyst því að fulltrúar þeirra séu óhlutdrægir í verkum sínum. Þess vegna hafa verið sett lög um vanhæfi, annars vegar stjórnsýslulög og hins vegar sérlög. Vanhæfisákvæði stjórnsýslulaga 37/1993 er svohljóðandi: II. kafli. Sérstakt hæfi. 3. g