Færslur

Sýnir færslur frá ágúst 3, 2014

Lagaflækjur

Mynd
Til eru kenningar þess efnis að samfélag manna byggist á samkomulagi um réttindi og skyldur . Fólk afsali sér ákveðnum eigin hagsmunum til að njóta verndar og þæginda sem samfélaginu fylgja. Með lögum skal land byggja en ólögum eyða sagði Njáll bóndi. Var hann vitur maður. Samfélagið afsalar sér valdi til fulltrúa sem setja því reglur,   t.d. með lögum, og borgararnir beygja sig undir þessar reglur. Reglurnar sem ætlast er til að borgararnir fylgi verða að vera skýrar. Það er hins vegar þrautin þyngri, mannkynið hefur iðkað þrætubókarlistina frá alda öðli. Þess vegna hafa lögfræðingar vinnu og við höfum stofnað dómstóla til að skera úr ágreiningsmálum tengdum lagatúlkunum. (Og ýmsu öðru, svo sem.) Þá verða borgararnir einnig að geta treyst því að fulltrúar þeirra séu óhlutdrægir í verkum sínum. Þess vegna hafa verið sett lög um vanhæfi, annars vegar stjórnsýslulög og hins vegar sérlög. Vanhæfisákvæði stjórnsýslulaga 37/1993 er svohljóðandi: II. kafli. Sérstakt hæfi. 3. g

20. grein

Mynd
Á síðustu dögum mínum sem sveitarstjórnarfulltrúi var alltaf talað um að þar sem sveitarstjórnarlögum hefði verið breytt þá væri dæmt um vanhæfi á þá leið að ef viðkomandi einstaklingur teldi sig vanhæfan ætti hann að benda á það en ef meirihluti væri ósammála þá væri hann ekki vanhæfur. Sennilega með tilliti til þessa: Sveitarstjórnarmaður, nefndarfulltrúi eða starfsmaður sveitarfélags sem veit hæfi sitt eða annars orka tvímælis skal án tafar vekja athygli oddvita, formanns nefndar eða næsta yfirmanns á því.  Sveitarstjórn tekur ákvörðun um hæfi sveitarstjórnarmanns til meðferðar og afgreiðslu einstakra mála. Sveitarstjórnarmaður sem hlut á að máli má taka þátt í atkvæðagreiðslu um hæfi sitt. Nefnd tekur ákvörðun um hæfi nefndarmanns. Nefndarmaður sem hlut á að máli má taka þátt í atkvæðagreiðslu um hæfi sitt. Rökin sem fylgdi þessari fullyrðingu voru þau að löggjafinn hefðu áttað sig á að vegna fámennis þá væri bara ekki hægt að krefjast þess af sumum sveitarfélögum að

Önnur könnun

Í góða samfélaginu þar sem góða fólkið býr hefur sæta sveitarstjórnin sett sér ákveðnar verklagsreglur. (Dulkóðað, sko.) Í 17. grein stendur: ,,Í öðrum tilvikum en skv. 1. mgr. ber sveitarstjórnarmanni, nefndarfulltrúa eða starfsmanni sveitarfélagsins að víkja sæti við meðferð og afgreiðslu máls þegar það varðar hann eða nána venslamenn hans svo sérstaklega að almennt má ætla að viljaafstaða hans mótist að einhverju leyti þar af. Þessi regla tekur einnig til gerðar samninga fyrir hönd sveitarfélagsins." Nú má hins vegar deila um hvað það ,,að víkja sæti" þýðir og leita ég því aðstoðar aftur og enn um málskilning. survey software

Stutt könnun um málskilning.

panel management