6. liður fundargerðar síðasta sveitarstjórnarfundar heitir Ráðning skólastjóra við Þingeyjarskóla og er svohljóðandi með styttingum: Tekin fyrir ráðning skólastjóra við Þingeyjarskóla. [...] Oddviti gerði grein fyrir að samkomulag hafi náðst um starfslok við núverandi skólastjóra en hann mun gegna starfi fram til 31. júlí n.k. Sveitarstjóra falið að vinna málið áfram í umboði sveitarstjórnar. Starfslokasamkomulag þetta er eingöngu til komið sem liður í þeim skipulagsbreytingum sem fyrirhugaðar eru á starfsemi Þingeyjarskóla á næsta skólaári. Sveitarstjórn þakkar fráfarandi skólastjóra fyrir gríðarmikið og óeigingjarnt starf í þágu skólans frá stofnun hans. [...] Eftir viðtöl og gagnaöflun er það niðurstaða okkar að leggja til að Jóhanni Rúnari Pálssyniverði boðin staðan. Þessi niðurstaða byggir á mati okkar á reynslu hans, menntun og hæfni. [...] Reiknað er með að Jóhann geti hafið störf þann 15. mars, að hluta til og að fullu þann 1. apríl n.k. Sveitar
Frúin sem var flæmd frá Hálsi ásamt fjölskyldunni sinni.