Færslur

Sýnir færslur frá febrúar 23, 2020

Sannleikshallinn

Mynd
Kona nokkur var ákærð fyrir líkamsárás. Kæran gegn konunni var síðar felld niður og gæti einhverjum dottið í hug að það eitt myndi nægja til að konan teldi sig hreinsaða af ákærunni. Svo er ekki. Hún hefur skrifað bók um málið, talað inn á hlaðvarp og fengið talsvert pláss á ljósvakamiðlum. Margir telja að það sé eðlilegt þar sem „báðar hliðar verði að heyrast.“ Það væri auðvitað ósköp þægilegt ef til væri einhver heilagur sannleikur en því miður er það ekki svo einfalt. Upplifun einstaklingsins skiptir máli. Ef einstaklingur upplifir eitthvað sem einelti t.d. þá er það einelti. Jafnvel þó svo að gerandinn hafi alls ekki meint það þannig. Það er vissulega sanngjarnt; einhver upplifir vanlíðan vegna einhvers þá ber að taka tillit til þess. (Nema auðvitað þegar það er verið að kynferðislega áreita konur, þá eru þær bara óþarflega viðkvæmar.) En þegar kemur að sakamálum þá skiptir ásetningur öllu máli. Ef viðkomandi ætlaði sér ekki að ræna/særa/drepa þá er það reiknað til refsilæ