Færslur

Sýnir færslur frá júní 8, 2014

Tímarnir breytast en gamlar konur ekki jafn mikið með

Mynd
Eitt af því sem mér hefur fundist virka vel í kennslu er að geta vísað til einhvers sem nemendur þekkja líka og finnst helst skemmtilegt. Því miður virðist ungt fólk í dag lesa helst til lítið svo það virkar ekki alveg að vísa í bækur. Ég varð nánast miður mín nýverið þegar mikill meirihluti hópsins þekkti ekki Enid Blyton. Ég vísa oft í teiknimyndasögur enda nokkuð vel að mé r. Það virkar ágætlega,  krakkarnir hafa séð þær í sjónvarpinu. (Það verður ekki á allt kosið.) Í gegnum tíðina hafa bíómyndir og sjónvarpsþættir komið sterkir inn. Þegar ég byrjaði að kenna í Fellaskóla 2002 var verið að sýna þætti eins og King of Queens , According to Jim og Everybody loves Raymond . Þetta voru þættir sem flestir könnuðust við. Og virkaði sérstaklega vel að vísa til þegar ég ræddi um staðaltýpur en þær eru því miður langt frá útdauðar. Þá gerðu Fellskælingar mér þann greiða að vera vel að sér og áhugasamir um gamalt rokk sem gerði mér alla kennslu og sérstaklega enskukennsluna mun au