Ég ætla að segja það strax í byrjun að vissulega á þjóðin að ráða sér sjálf og nýtingu sinna auðlinda. En... Íslendingar hafa ekki stundað hvalveiðar í 17-20 ár og þorskstofninn er ekki hruninn. Hvalveiðimenn hafa ekki gengið atvinnulausir um göturnar heldur þvert á móti hefur hvalveiðibannið skapað atvinnu við hvalaskoðun hér og hvar. Aðallega Húsavík. Fátækt fólk hefur ekki soltið heilu og hálfu hungri vegna brotthvarfs hvalkjöts úr verslunum. Það er til fólk sem á ekki til hnífs og skeiðar en það er ekki vegna skorts á hvalkjöti. Mig grunar að öll þessi eftirspurn eftir hvalkjöti sé byggð á einhverjum misskilningi. Ég grillaði hrefnukjöt í sumar. Einu sinni, bara til að prufa. Það var ágætt. Ég get ekki hugsað mér að borða neitt annað hvalkjöt og annað hvalkjöt var ekki sýnt i fréttinni um hvalkets eftirspurnina. Japanir borða hvalkjöt en þeir fullnægja sinni eftirspurn fullkomlega sjálfir. Það er enginn markaður fyrir þetta kjöt. Svo af hverju í ósköpunum er verið að hefja hvalveið
Frúin sem var flæmd frá Hálsi ásamt fjölskyldunni sinni.