Færslur

Sýnir færslur frá ágúst 14, 2005
Mynd
Hann karl faðir minn hefði orðið 64 ára í dag hefði hann lifað. Til hamingju með afmælið félagi. Pabbi og mamma ung og sæt.
Hvað hef ég gert til að verðskulda þetta ?
Hér er rjómablíða og ekki normalt hvað sveitin er falleg. Þurfti að hafa mig alla við að fylgjast með veginum þegar ég fór í vikulega kaupstaðarferð til Húsavíkur því það var svo margt sem gladdi fegurðarskynið. (Ég er að verða ægilega væmin með aldrinum og mér er bara alveg sama!) Það er sundlaug í skólanum sem ég má nota svo ég keypti sundbol í leiðinni. Ég veit ekki einu sinni hvað það er langt síðan að ég fór í sund. Laugin er öll grunn svo mér á að vera óhætt þótt ég sé ósynd. Vonast til að laga það núna í vetur. Ég veit að partíin eru byrjuð hjá 15 ára samstúdentum mínum og vona að þau skemmti sér vel:)
Þá er vinnan að taka á sig mynd. Ég kenni líka ensku í 10. bekk. Það er gaman, gott að fá tilbreytingu og vera með tengsl inn í skólann. Annars heimsótti ég vinnustaðinn minn í dag. Mér líst vel á þetta allt saman. Ég er nú á því að aðalmarkmiðið sé að hafa gaman. Það er búið að bjóða mér í gönguklúbb sem ég þáði auðvitað með þökkum. Við fórum út áðan í rúmlega klukkutíma túr. Ég er þá loksins búin að sjá hina víðfrægu Laxá í Aðaldal. Og finna gönguleiðir án þess að lenda á hlaðinu hjá fólki. Ég lagði líka inn umsókn í kirkjukórinn, kórstjórinn virtist bara ánægður með það. Verður örugglega enn hrifnari þegar ég hef upp undurfagra raust mína. Þar sem þetta var fyrsti vinnudagurinn með mínum vinnufélögum þá fór ég fínlega í að forvitnast um karlpening staðarins. ,,Ég kom hingað til að ná mér í mann. Hvar eru einhleypu karlmennirnir?" Mér skilst að það sé víst ekki um mjög auðugan garð að gresja. Ég er ekki ánægð með það. Ég verð að stækka leitarsvæðið.
Þá er vinnan byrjuð. Það er ágætt, ég er alveg til. Í dag var Þingdagur, þ.e. flest allir skólarnir á horninu komu, frá Mývatni til Þórshafnar. Fyrirlestrar og málstofur, kjöt og kaffi. Fínt, fínt, fínt. Að vísu kom loksins glampandi sól í dag en það var byrjað að dimma yfir um fjögurleytið. Núna er komin úrhellisdemba. Týpískt. Fyrir fyrirlestrana kom húsvörðurinn til mín og sagði að rafvirkinn væri að koma og spurði svo hvort það væri ekki bara opið. Opið! Are you from you! Ég er borinn og barnfæddur Reykvíkingur. Hjá mér er læst! En Stöð 2 var þetta líka skínandi fín þegar ég kom heim.
Sveitavargurinn brá sér í mikla menningarreisu í höfuðstað Norðurlands í dag. Bilaður DVD spilari fékk allra náðsamlegast að fljóta með en var hvorki vinsæll né vel metinn ferðafélagi. Maður er ca. 45 mínútur að keyra þetta (1.5 fram og til baka) og bara fínt að keyra þótt það væri rigningarsúld. Mér tókst að syngja hástöfum alla leiðina og er orðin hálf rám. Skil ekkert í því. Tókst að láta einhverja bílstjóra fara í taugarnar á mér nálægt höfuðstaðnum og blótaði svo Akureyringunum í sand og ösku þegar ég lenti á öllum rauðu ljósunum. Svo voru allir bara ferlega næs hvert sem ég fór og fór ég nokkuð víða! DVD spilarinn var dæmdur og léttvægur fundinn af tveimur aðilum og keypti ég því nýjan. Strákurinn hjá BT lét mig hafa þennan nýja á útsöluverði þótt útsölunni væri lokið því þessi bilaði kom frá þeim (og er runninn út á ábyrgð). Ég hef aldrei fengið neitt nema framúrskarandi þjónustu hjá BT og svo sannarlega halda áfram að beina viðskiptum mínum til þeirra. Svo vil ég taka fram að b
Fyrir 15 árum síðan útskrifaðist ég sem stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík. Árgangurinn ætlar að halda upp á þetta næsta föstudag en ég verð fjarri góðu gamni. Ég myndi fara ef ég væri í Reykjavík en ég er svo nýflutt að ég ætla bara að halda mig í mínum fjórðungi. Mætti á 5 og 10 ára fögnuðinn og mæti (ef Guð lofar) á 20 ára útskriftina. Samt sem áður eru þetta alltaf ákveðin kaflaskipti. Ég er búin að hengja upp myndina af hópnum í vinnuherberginu mínu. Myndin var lengi á flakki óinnrömmuð og er nú búin að vera á nokkru flakki í rammanum. Núna er hún komin upp á vegg. Stúlkan þarna á myndinni ætlaði sér annað en það líf sem konan við tölvuna lifir nú. Það er alls ekki verra en mun öðruvísi. Ég hélt reyndar að ég myndi eignast fullt af börnum og finnst dálítið leiðinlegt að það hafi ekki gengið eftir. Ég hef svo sem tíma enn en ekki til að eignast fullt af börnum. Nema einhleypar konur fái að ættleiða, þá er aldrei að vita. Ég er reyndar mun sáttari núna en þegar ég varð 10 ára st
Það er bara enginn á Húsavík sem gerir við DVD spilara. Ég neyðist til að fara með hann til Akureyrar ef ég vil láta laga hann. Why did you have to break down now?! Why!? Why!?
Mynd
Ég gerðist hugdjörf mjög og fór út úr húsi. (Þetta er áhersludrama, ég hef farið út úr húsinu.) Fór loksins að leita mér að gönguleiðum í dalnum. Gekk út í móa og lenti á girðingu. Gekk upp götu og lenti á (næstum) á hlaðinu á nokkrum sveitabæjum. Fólk heldur nú örugglega að pipraða kennslukonan úr Reykjavík sé stórskrítin. Tilvonandi samstarfskona mín bauðst til þess í kaffiboðinu um daginn að sýna mér einhverjar gönguleiðir, ég ætla að herma það upp á hana fljótlega. Ég fann hins vegar kirkjuna og er hún hin fallegasta. Mér skildist í sumar að það vantaði alltaf í kirkjukórinn og ég er nú söngfugl... DVD spilarinn er harðákveðinn í því að vera bilaður. Hvers vegna hann gat ekki andskotast til þess í Reykjavíkinni er mér fyrirmunað að skilja. Nú er að finna viðgerðarmann eða kaupa nýjan á Akureyri. Fann gamla spólu með St. Elmo's Fire . Það sem manni fannst þetta æðisleg mynd á sínum tíma. Ég verð nú reyndar að játa að mér finnst hún ágæt enn en hugsa samt að gamlar minningar spil
Mynd
What Famous Leader Are You? personality tests by similarminds.com Ég held reyndar að völd auki ekki möguleika kvenna á sexi. Karlmennskan er svo viðkvæm hjá þessum greyjum. (Sumum, ekki öllum. Sorglega mörgum samt.)