Eins og kom fram í fyrra bloggi tel ég (með vísan til ýmissa skilgreininga) að góður vinur sé sá sem ber umhyggju fyrir vini sínum og hefur velferð hans að leiðarljósi. Eins og þar sagði gerist stundum að einstaklingur vill eitthvað sem er honum ekki gott og því vinarbragð að reyna að leiða vin sinn á rétta braut. Stundum gerist það að einstaklingur giftist hroðalegum maka. Maka sem beitir kannski andlegu og/eða líkamlegu ofbeldi. Nú eru góð ráð dýr; við vitum að þrábarðar konur (oftast konur sem verða fyrir líkamlegu ofbeldi) eiga mjög erfitt með að koma sér út úr aðstæðunum. Þær minnast mannsins sem þær urðu ástfangnar af og vona að birtist aftur. Þær skammast sín líka fyrir þá stöðu sem þær eru í. Í svona aðstæðum ætti að vera nokkuð þorandi að fullyrða að hjónabandið sé ekki gott og konu og börnum hollast að koma sér í burtu. En hvað þegar kemur að andlegu ofbeldi? Það er erfiðara viðureignar. Hvað nú ef vinirnir sjá það skýrt og greinilega að einstaklingur er kúgaður
Frúin sem var flæmd frá Hálsi ásamt fjölskyldunni sinni.