Færslur

Sýnir færslur frá september 14, 2014

Helvítis jákvæðni fasisminn

Mynd
Ég verð að segja það eins og er að þessi helv... jákvæðni- og fyrirgefningarfasismi er orðinn alveg rosalega þreyttur. Ég sé bara nákvæmlega enga ástæðu til þess að líta á björtu hliðarnar á helvíti eða fyrirgefa skítaframkomu. Nákvæmlega enga. Samt er alltaf verið að segja mér að gera einmitt það. Stundum vinir og vandamenn en aðallega samfélagið og einhverjir spekingar sem vilja að ég kaupi af þeim helvítis jákvæðniboðskapinn. „ Vertu hress !" ,,Þetta er ekki svo slæmt." ,, Þetta er allt í höfðinu á þér. " ,, Þú ákveður hvernig þér líður. “  Takk fyrir það. Ég vil ekki endilega vera neikvæð en ég vil ekki heldur vera eitthvert ginningarfífl. Það er líka grundvallar munur á neikvæðni og gagnrýni. Það má svo sem alveg segja það að þessi helvítis jákvæðni- og fyrirgefningarfasismi byggist á eigingirni og sjálfselsku. Þetta gengur jú allt út á það að „mér“ líði betur. Ef ég fyrirgef skítapakki sem hefur komið illa fram þá líður mér kannski eitthvað betur. Ég sé