Óverðugt fórnarlamb

Fyrir mörgum, mörgum árum síðan sá ég í bíómynd fullyrðingu sem var eitthvað á þessa leið: Ljótasta orð tungumálsins er fórnarlamb. Það vill engin/n vera fórnarlamb. Þetta situr í mér og ég skil þessa hugsun. Það er eitthvað gert á hlut mans, eitthvað gert á hlut mans og man getur ekkert gert við því. Stundum er hægt að leita réttar síns en alls ekki alltaf. Og breytir því ekki að einhver braut á man, einhvern veginn situr eftir skítugt skófar á sálinni. Það er skammarlegt að vera fórnarlamb. Svo, líka fyrir mörgum árum síðan, þá var farið að vinna gegn þessari skömm. Fórnarlambið er jú saklaust, það gerði ekkert af sér. Íslensk nútímamálsorðabók skilgreinir fórnarlamb svona: Við munum eftir því, alla vega við sem erum fædd á og fyrir þriðja fjórðung síðustu aldar, þegar fórnarlömb nauðgana voru fyrir rétti: "Hvernig varst þú klædd?" var t.d. algeng spurning. Nýlegri dæmi er sú fullvissa feðraveldisins að konur ljúgi alveg stöðugt upp á karlmenn. Svo leið tíminn áfram og