Færslur

Sýnir færslur frá september 11, 2022

Opið bréf til menntamálaráðherra

Mynd
 Háttvirtur Ásmundur Einar Daðason. Ég heiti Ásta Svavarsdóttir og kenni íslensku. Ég hef verið kennari í 20 ár. Í gegnum árin hef ég reynt að temja mér nýja tækni eftir bestu getu til að geta sinnt vinnu minni sem best. Til að byrja með notaði ég GoogleDrive . Þar gat ég deilt efni með nemendum en alveg sérstaklega notaði ég GoogleDocs, þá deildi ég skjali með hverjum nemanda og gat fylgst með ritgerðarskrifum, leiðrétt og gefið punkta. Nokkrum árum seinna var ákveðið að færa skólann yfir í Office pakkann og þá þurfti ég að flytja talsvert af efni á milli kerfa. Persónuverndardæmi. Office Word online er alls ekki jafn lipurt og Google Docs svo ég get ekki lengur fylgst með ritgerðarskrifum í rauntíma en Office hefur upp á ýmislegt að bjóða. Sway er mjög skemmtilegt, Forms er ágætt líka. Teams er mjög gott og kom sér vel í fjarkennslu. Svo er rás sem heitir Stream . Ég hef undanfarin ár dundað mér við að taka upp kennslumyndbönd og er komin með nokkuð góðan pakka. Á Stream