Múttan mín á afmæli í dag. Hún hefur greinilega verið mjög óþekk því það er leiðindaveður:) Foreldrar mínir giftu sig líka á þessum degi og við systurnar vorum allar skírðar þennan dag. Þannig að þetta er fjölskyldudagur mikill. Faðir minn er reyndar látinn og systur mínar í útlöndum svo hátíðahöldin verða ekki mjög mikilfengleg. Ég ætla nú samt að reyna finna einhverja rosalega hnallþóru einhvers staðar og fara í kaffi til mútter.
Frúin sem var flæmd frá Hálsi ásamt fjölskyldunni sinni.