Færslur

Sýnir færslur frá desember 18, 2016

Litla prinsessan

Mynd
I Einu sinni voru kóngur og drottning í ríki sínu.  Reyndar var ríkið bara einn gamall kastali, heldur í niðurníslu, en ríki engu að síður. Þau áttu sér fimm börn, fjórar stúlkur og einn pilt. Þar sem smákonungsdómur hafði verið niðurlagður þurftu konungurinn og drottningin að vinna fyrir sér. Þau ræktuðu blóm og kanínur og hjálpuðu börnin til framan af. Nema litla prinsessan. Litla prinsessa var hvorki yngst né minnst en hún var með svo slæmt mígreni að hún átti mjög erfitt með að vinna. Hún var því hálfgert súkkulaði í Hinu konunglega fjölskyldufyrirtæki og því kölluð litla prinsessa. Því skal ekki neitað að ákveðin beiskja bjó líka að baki nafngiftinni, hin systkinin voru andstyggðar smásálir og vildu meina að litla prinsessa hefði alltaf heilsu til að sinna hugðarefnum sínum og skemmtunum. Þar kom að að kóngurinn og drottningin urðu gömul og þreytt. Þá kom upp úr dúrnum að prinsinn hafði hvorki áhuga á blóma- né kanínurækt og miðdóttirin ekki heldur. Hinar systurnar tvær, þ

Ruslapeningar

Mynd
Nýverið var lögð fram fjárhagsáætlun Þingeyjarsveitar fyrir árin 2017-2020. Allt virðist vera í lukkunnar velstandi. Þá mætti sveitarstjórinn okkar í viðtal þann 20. júlí síðastliðinn til að fagna opinberlega öllum milljónunum sem eru þegar byrjaðar að rúlla niður af Þeistarreykjum í sveitarsjóð. Þess vegna kemur á óvart að um hækkanir í gjaldskrá er að ræða. Sérstaklega kemur á óvart hækkun sorphirðugjalds um 15%. Sorphirðugjald var einnig hækkað á síðasta ári um 10% Það lofaði mér því svo sem engin/n að sorphirðugjaldið myndi standa í stað hvað þá að mér dytti nokkurn tíma í hug að það myndi lækka, guð forði okkur frá svoleiðis vitleysu. Ég er líka mjög ánægð með umhverfisþáttinn og flokka með gleði í hjarta. True story. Hins vegar veit ég að Brennslan á Húsavík var skelfilega dýr og því kannski ekki alveg út í hött að halda að sorphirðan myndi ekki hækka. Þá var talað um að meðaltal sorpmagns hvers íbúa í Þingeyjarsveit væri talsvert yfir landsmeðaltali* og flokkunin ætt