I Einu sinni voru kóngur og drottning í ríki sínu. Reyndar var ríkið bara einn gamall kastali, heldur í niðurníslu, en ríki engu að síður. Þau áttu sér fimm börn, fjórar stúlkur og einn pilt. Þar sem smákonungsdómur hafði verið niðurlagður þurftu konungurinn og drottningin að vinna fyrir sér. Þau ræktuðu blóm og kanínur og hjálpuðu börnin til framan af. Nema litla prinsessan. Litla prinsessa var hvorki yngst né minnst en hún var með svo slæmt mígreni að hún átti mjög erfitt með að vinna. Hún var því hálfgert súkkulaði í Hinu konunglega fjölskyldufyrirtæki og því kölluð litla prinsessa. Því skal ekki neitað að ákveðin beiskja bjó líka að baki nafngiftinni, hin systkinin voru andstyggðar smásálir og vildu meina að litla prinsessa hefði alltaf heilsu til að sinna hugðarefnum sínum og skemmtunum. Þar kom að að kóngurinn og drottningin urðu gömul og þreytt. Þá kom upp úr dúrnum að prinsinn hafði hvorki áhuga á blóma- né kanínurækt og miðdóttirin ekki heldur. Hinar systurnar tvær, þ
Frúin sem var flæmd frá Hálsi ásamt fjölskyldunni sinni.