Færslur

Sýnir færslur frá 2007

Litlu hlutirnir

Sambýlismaðurinn er kúabóndi. Um daginn keypti ég danskan ís. Það lá við skilnaði. Að endingu legg ég til að Eiríkur Jónsson segi af sér sem formaður KÍ.

Hið daglega líf

Það hefur lítið verið bloggað undanfarið og svo sem engu um að kenna nema almennri leti. Ég er byrjuð að vinna og demdi mér strax í árshátíðarvinnu og hafði gaman af. Það er afskaplega gaman að heyra fullan sal af fólki hlæja að bröndurunum sínum:) Núna er ég að reyna að þrífa (þess vegna sem ég er að blogga) af því að á morgun verður pottakynning hjá mér. Jájá, við sambýlisfólkið (lögskráð) keyptum ægilega dýra og fína potta nýverið og pottakynning fylgdi sem skilyrði með kaupaukanum. Ég er að verða svo mikil kerling það er ekki einu sinni fyndið:) Í gær fór Kvenfélagið í laufabrauð og ég með. Skar út eins og ég ætti lífið að leysa. Það var fullt af konum, spiluð jólalög og lítil börn að leik. Jólin verða greinilega erfið. Að endingu legg ég til að Eiríkur Jónsson segi af sér sem formaður KÍ.

Ossið er pirrað

Ég er búin að vera í orlofi núna í tæpan einn og hálfan mánuð. Maður á nefnilega rétt á svoleiðis þegar maður lendir í hörmungum. Í þennan tíma hef ég svo sem gert lítið annað en að reyna að rata út úr þokunni og horfa á sjónvarpið. Ég borga himinhátt áskriftargjald að Stöð 2 en af því að ég bý úti á landi þá næ ég bara Stöð 2 og stundum Stöð 2 bíó en engu öðru af áskriftarpakkanum. Til að kóróna allt saman þá urðu skilyrðin allt í einu frekar slæm fyrir rúmum mánuði síðan. Sjónvarpsskilyrðin hérna eru reyndar upp og ofan og fara eftir veðri og vindum svo ég kippti mér ekkert sérstaklega upp við þetta. Fyrir ca. mánuði síðan kom húsvörðurinn til mín til að lesa af rafmagnsmælinum. Ég nefni þá að skilyrðin í sjónvarpinu séu frekar slæm og það væri gott ef hann gæti kíkt á þetta við tækifæri. Svo líður og bíður. Um daginn hitti ég á nágranna minn og spyr hvort skilyrðin séu svona slæm hjá honum. Hann er bara með Sjónvarpið og skilyrðin þar eru ágæt þegar veðrið er gott. Hins vegar segir

Já, ég er kredduföst

Ég ætla að viðurkenna það formlega og opinberlega hér og nú að nýja auglýsingin frá Símanum særir mig. Ég veit ekki alveg á hvaða hátt, hvort hún særi siðferðisvitund mína, réttlætiskennd eða trúarvitund. Spurningin: ,,Er mönnunum ekkert heilagt?" hefur slegið niður. Hvort sem svik Júdasar voru raunveruleg eða goðsöguleg þá erum við samt að tala um táknmynd hinna algjöru svika. Mér er fyrirmunað að sjá neitt spaugilegt við það.

Örlítið framhald

Ég sé á blogginu hennar Lorýu að frændur vorir Finnar koma líka til móts þarfir viðskiptavina. Ég veit að hvíta hveitið ódýrara en heilhveitið en miðað við verðlagið á veitingastöðum... Need I say more?

Hvítir yfirburðir

Maðurinn minn er með sykursýki eins og þúsundir annarra Íslendinga. Þetta er lífstíðardómur sem hefur í för með sér miklar breytingar á lífsháttum og hættu á mörgum alvarlegum fylgikvillum. Minn maður er mjög passasamur og fylgir þeim ráðum sem hann fékk við uppgötvun sjúkdómsins. Því betur sem hann passar sig því minna þarf hann af lyfjum, því jafnari sem blóðsykurinn er því sjaldnar þarf hann að mæla hann. Í framtíðinni eru minni líkur á aukaverkunum eins og t.d. kransæðasjúkdómum. Þar sem við búum í velferðarsamfélagi þá eru lyfin hans og blóðsykursmælarnir niðurgreiddir. Þótt passasemi hans sé fyrst og fremst til þess fallin að viðhalda eigin lífsgæðum þá hlýst sú hliðarverkun af að útgjöld samfélagsins verða minni. Tala nú ekki um ef honum tekst, eins og ég vona auðvitað, að forðast alvarlegri fylgikvilla sykursýkinnar því þeim fylgja dýrar sjúkrahúsvistir, aðgerðir, aflimanir og örorka. Allir vita að sykursjúkt fólk verður að forðast sykur. Það sem færri vita er að líkaminn, og þ

Mánuður

I know God will not give me anything I can't handle. I just wish that He didn't trust me so much. Mother Teresa

Tiltekt

Ég er að reyna að taka til. Henda út gömlu drasli sem ég er búin að burðast með í mörg ár. Ég er að brenna upp kerti sem ég fékk í 10 ára afmælisgjöf og að setja ljósrit úr bókmenntafræðinni í endurvinnslu. Ég á undarlega erfitt með að fleygja hlutum.

Forsetabíllinn

Gamli forsetabíllinn var gerður upp og átti að vera sparibíll embættisins. Núna er hann búinn að standa inni í skúr í (sic)10 ár af því að verkkaupandinn tímir ekki að borga þessar 20 milljónir sem verkið kostaði. Núna veit ég ekki nákvæmlega hver er verkkaupandinn, sennilega forsetaembættið, en er alveg viss um að peningarnir koma af almannafé. Braveheart segir mér, eftir kunnugum, að það fari ca. 1500 - 2000 vinnustundir í að gera upp gamla bíla. Tíminn hjá iðnaðarmanni er um 5000 krónur. Þarna eru þegar komnar 10 milljónir bara í vinnuna. Þá er allt efnið eftir. Það má vel vera að þetta sé óþarfa eyðsla á almannafé en eyðslan liggur ekki í verkinu heldur ákvörðuninni um verkið. Mér finnst þetta dálítið dæmigert fyrir hugarfarið sem er í gangi. Við skulum eyða og spreða milljörðum í ónauðsynlegar varnir, umsókn um sýndarmennskusæti í Öryggisráðinu og flottræfils sendiráð út um allar jarðir. Svo skulum við snuða handverksmanninn um launin hans til að spara. ( Stafsetningarvilla löguð

Bloggheimur

Björn Bjarnason bloggaði í gær eða fyrradag. Hann neitar að útskýra fyrir fréttastofu Stöðvar 2 hvað hann meinti í blogginu sínu. Mér finnst það fullkomlega eðlilegt, honum ber engin skylda til að útskýra sín bloggskrif. Eða hvað? Mér finnst bloggmenningin farin að vera eitthvað undarleg. Það er litið á blogg sem öruggar heimildir um eitthvað og farið að vitna í blogg í fréttum nánast á hverju kvöldi. Ég veit að netið er opinber miðill en engu að síður hef ég alltaf litið á blogg sem hugleiðingar og spekulasjónir um lífið og tilveruna, menn og málefni án þess að það sé endilega hin opinbera skoðun bloggarans. Það skiptir mig engu máli hvað Björn Bjarnason eða Össur Skarphéðinsson segja á blogginu sínu, það sem skiptir mig máli er hvað þeir gera og segja í vinnunni*. Þeir eru ekki ráðherrar allan sólarhringinn. *(Ég vona t.d. að það sé ekki Björn sem liggur linnulaust á blogginu mínu á vinnutíma. Ég hef fengið margar heimsóknir frá Tölvumiðstöð Dómsmálráðuneytisins.)

Eniga meninga

Um daginn voru sendir út álagningarseðlar og velt upp skattakóngum og –drottningum í kjölfarið. Sveitastjórar Ísafjarðar og Bolungavíkur komu fram í fréttum og sögðu okkur að þeir aðilar sem efstir voru á lista í þeirra fjórðungum borguðu ekki krónu í útsvar til sveitafélagana, þetta væri allt fjármagnstekjuskattur sem færi beint til ríkissjóðs. Fjármálaráðherra finnst það alveg fáránlegt að sveitafélögin fengu einhvern hluta af þessu og það finnst Pétri Blöndal líka. Nú sé ég það í fréttum að Þórunn Sveinbjarnadóttir ráðherra segir að Seyðisfjarðarbær hafi eftirlitsskyldu með Fjarðarárvirkjun og sveitastjórnir geri sér ekki grein fyrir þeirri ábyrgð sem á þeim hvíli. Mikið hlýtur það nú að vera gott að vera í þeirri stöðu að geta hirt sem mest af öllum tekjum og komið ábyrgðinni yfir á einhverja aðra. Gerir fólk sér ekki grein fyrir því að sveitafélögin mörg hver, sérstaklega þau minni, eru alvarlega fjársvelt? Sveitafélögin eru með leikskólana, grunnskólana, elliheimilin og núna mikl

Shit

Þetta er það sem ég vil hafa en ekki alveg svona...

Dimmt og drungalegt...

... til að spegla skapið. Nei, ekki alveg. Þetta er ekki templatið sem ég vil hafa. Blogger-inn er bara ekki að hlýða mér.

Björg

Ég sá pabba þinn grafa. Ekki fyrir sandkassa handa þér í garðinum heima heldur gröf þína í kirkjugarðinum. Ég sá þig aftur í í bílnum. Ekki í bleikum bílstól heldur lítilli, hvítri kistu. Ég sá iljar þínar í sónarnum en ég fæ aldrei að sjá spor þín. Ég sé engan tilgang.

Nauðgun af gáleysi

Ég er enn þá alveg bit út af þessum dómi sem féll í Héraðsdómi um daginn. Hef fylgst með Kastljósinu og eitthvað með umræðum á Moggablogginu. Þar kommentar kona víða og bendir á dóminn og þá eigi maður að skilja þessa sýknun. Jæja, nú er ég búin að lesa dóminn og er samt fyrirmunað að skilja þessa sýknun. Réttarlæknisfræðin staðfestir frásögn stúlkunnar, henni var klárlega nauðgað. Þannig að frásögn hennar af því sem gerðist inni í klefanum er sönn. En af því að hann beitti ekki ofbeldi þá er hann sýkn. Fyrsta lagi þá hélt ég að nauðgun per se væri ofbeldi en ókey það verður að fara eftir laganna hljóðan. Ef það liggur ljóst fyrir að stúlkan segir satt um nauðgunina, eins og réttarlæknisfræðin og dómurinn sjálfur staðfestir, er þá ekki líklegt að hún hafi sagt satt um allt hitt? T.d. það að hann hafi ýtt henni inn í klefann og svo niður á gólfið? Er það ekki ofbeldi? Verjandinn hélt því fram í Kastljósi að ekki væri ,,um ásetningsbrot" að ræða. Að aumingja, vesalings drengurinn

Nýjar reglur

Alltaf lærir kona eitthvað nýtt. Ég var að komast að því að aðeins og eingöngu vegna þess að ég er kona þá er ég tilbúin til samfara hvar sem er, hvenær sem er með hverjum sem er. Nema ég segi nei. Ég hef sem betur fer rétt til að segja nei. Ef ég einhverra hluta vegna klikka á því að segja nei, eins og t.d. vegna þess að það kemur mér svo í opna skjöldu þegar á mig er stokkið í kjörbúðinni eða úti á götu eða á salerni skemmtistaðar eða ég panikkera þá get ég ekki kært nauðgun. Þetta eru nefnilega viljugar samfarir af því að ég sagði ekki nei. Það er mjög gott að þetta er komið á hreint því ég hef alltaf staðið í þeim misskilningi að ég þyrfti að segja já. Ég hef alltaf haldið að þeir tveir aðilar sem hefðu áhuga á því að hafa samfarir yrðu að gefa það til kynna á ákveðinn hátt. Að það giltu ákveðnar leikreglur í þessu ferli sem flestum öðrum. En mér hefur skjátlast. Þar sem ég er greinilega ekki með mannlegar samskiptareglur á hreinu þá óska ég upplýsinga um eftirfarandi: -Mega allir

Heimalingar

Mynd
Ég kíkti í fjárhúsið hjá Braveheart fyrir nokkru síðan og skildi ekkert í því hvað tvö lömb jörmuðu mikið á mig á meðan önnur földu sig hjá mömmum sínum. Kom upp úr dúrnum að mamma þeirra hafði dáið í burði svo þessi tvö fengu mjólk hjá tvífættu verunum. Systkinin eru þrjú en það hafði tekist að venja eitt undir aðra á. Núna er féið farið á fjall nema þessi tvö sem dunda sér heima í túni og koma alltaf hlaupandi í von um mjólkursopa. Litlu greyin.

Eftirspurnin mikla

Það verður að hækka laun Seðlabankastjóra því það er svo mikil eftirspurn eftir hæfu fólki í fjármálageiranum. Mér finnst að Seðlabankastjóralaunin hefðu átt að vera óbreytt og leyfa fjármálageiranum bara að bjóða í Davíð Oddsson.

Líflátshótanir

Fékk þetta í pósti áðan. Read Alone..... Especially the Poem I believe whatever is in store for us will be for us. The poem is very true, unfortunately. Make sure you read the poem! CASE 1: Kelly Sedey had one wish, for her boyfriend of three years, David Marsden, to propose to her. Then one day when she was out to lunch David proposed! She accepted, but then had to leave because she had a meeting in 20 min. When she got to her office, she noticed on her computer she had some e-mail's. She checked it, the usual stuff from her friends, but then she saw one that she had never gotten before. It was this poem. She simply deleted it without even reading all of it. BIG MISTAKE! Later that evening, she received a phone call from the police It was about DAVID! He had been in an accident with an 18 wheeler. He didn't survive! CASE 2: Take Katie Robinson She received this poem and being the believer that she was she sent it to a few of her friends but didn't have enou

Stöð 2 bíó

Ég er nýbyrjuð í sumarfríi. Ég sótti um vinnu sem ég fékk ekki svo ég verð bara sumarfríi í sumar. Sem er ágætt. Ágætt að vinna annað hvert sumar. Alla vega. Hér úti á landi er því þannig háttað að þó svo að ég borgi fullt áskriftargjald fyrir Stöð 2 þá fæ ég ekki Stöð 2 bíó né heldur Sirkus. Hins vegar næ ég Stöð 2 bíó þegar Sýn er ekki að sjónvarpa. Sem þýðir að ég næ bíórásinni yfirleitt ekki því ég er alltaf að vinna þegar það er mögulegt. Af því að ég er nýbyrjuð í fríi þá er ég ennþá í letikasti og finnst ágætt að liggja uppi í sófa og glápa á kassann. Í morgun var verið að sýna Loch Ness . Sem er svo sem allt í lagi ræma en engin stórsnilld. En málið er þetta: Þetta er í að minnsta kosti þriðja skipti sem ég lendi inni í þessari mynd og ég sé Stöð 2 bíó bara þegar ég er í fríi, sem er ekki oft því ég er í fullri vinnu. Svo málið er þetta: Mér reiknast það til að það sé búið að framleiða bíómyndir með tali í ca. 70 ár. Á hverju einasta ári eru framleiddar nokkrar frábærar myndir

Tinni

Ég sé að frændi minn hefur sett upp lista með uppáhalds Tinna bókunum sínum. Ég er pínu móðguð þar sem hann endurtekur að Tinni hafi verið í uppáhaldi þegar hann var 6 ára. Ég er nefnilega að lesa Tinna aftur núna og skemmti mér alveg konunglega. Reyndar verð ég að viðurkenna að mér finnst Tinni before Kolbeinn verri en eftir að kafteinninn kom til sögunnar. Ég las Tinna í Tíbet um daginn og hló nánast út í eitt. Ég las líka Sjö kraftmiklar kristalskúlur en vantar Fangana í sólhofinu svona til að klára söguna.

Hringur

Mynd
Shit, fann þetta á kvennaathvarf.is . Grunar að sumar þekki ýmislegt..

Kosningaúrslitin

Þvílík vonbrigði. Það er allt vont við þessi úrslit.

Að vera á móti öllu

Mynd
Einu sinni þjáðist Jón Sigurðsson af þroskaleysi og var á móti öllu. Helsta slagorð Framsóknarflokksins núna er ekkert stopp sem er beinlínis á móti VG. Merki um þroskaleysi?

Hvað varð um FBA?

Bjarni Ármannsson er að láta af störfum. Í starfslok getur hann fengið upp undir 8-900 milljónir. Fyrir stuttu síðann fékk um 400 milljónir gefins vegna kaupréttarsamninga. Þetta er yfir milljarður sem maðurinn er að fá í vasann. Fyrir hvað? Að vinna vinnuna sína? Er Bjarni Ármannsson virkulega búinn að skila svo framúrskarandi starfi og stórkostlegum árangri að hann hann eigi þetta skilið? Þetta eru svo stórar tölur að liggur við að ég skilji þær ekki. Þetta eru svo miklir peningar að ég efast um að ég gæti eytt þeim um ævina þótt ég yrði rúmlega áttræð. Nema kannski með einhverjum meiriháttar lífstílsbreytingum. Þetta er svo yfirgengilegt að það nær ekki nokkurri átt. En það er eitt sem mig langar til að vita. Fyrir u.m.b. 10 árum voru lagðir niður sjóðir sem ríkið rak og átti. Fiskveiðasjóður Íslands, Iðnlánasjóður og einhverjir fleiri sem ég ekki man. Þessir sjóðir voru lagðir niður og peningarnir þeirra, þ.e. peningar þjóðarinnar, voru settir í Fjárfestingarbanka atvinnulífsins. B

Afsal mannréttinda

,,Með undirritun þessa samnings set ég mig undir þá kvöð að foreldrar, forráðmenn, fjarskyldir og jafnvel alls óskyldir einstaklingar geti ofsótt mig, persónulega og faglega, við allt og alla, alls staðar, út af hverju sem er, hversu lítið, ómerkilegt og jafnvel upplogið sem það er.” Það mætti halda að þessi klásúla sé í ráðningarsamningi allra kennara og annarra sem vinna með börnum og unglingum. Hún er það ekki en þetta er engu að síður sá veruleiki sem við búum við. Ég ætla að setja upp tilbúið dæmi: Nemandi er að hrekkja annan í frímínútum. Kennarinn kemur að og segir við gerandann: ,,Þetta er nú ekki fallega gert. Þú verður að haga þér betur annars er hætta á því að krakkarnir vilji ekki leika við þig.” Nemandinn fer heim og segir við föður sinn: ,,Kennarinn sagði að ég væri ljótur og öllum hinum krökkunum væri illa við mig.” Faðirinn hringir öskuvondur í skólastjórann og spyr hvurs lags fólk fái vinnu í þessum skóla, þessi kennari sé að leggja son hans í einelti. Núna talar skóla

Meiðyrði

Ég hef aðeins verið að skoða almenn hegningarlög um meiðyrði. Ég mun vissulega höfða mál á þessari forsendu: 234. gr. Hver, sem meiðir æru annars manns með móðgun í orðum eða athöfnum, og hver, sem ber slíkt út, skal sæta sektum eða [fangelsi] 1) allt að 1 ári. 1) L. 82/1998, 127. gr. En ég er að velta fyrir mér hvort þessi eigi ekki líka við: 241. .... b. [Hafi ærumeiðandi móðgun eða aðdróttun verið beint að manni sem er eða verið hefur opinber starfsmaður , og móðgunin eða aðdróttunin varðar að einhverju leyti það starf hans, þá skal slíkt brot sæta opinberri ákæru eftir kröfu hans.] 2) Er ég ekki opinber starfsmaður? Ég vinn hjá sveitarfélagi. Bubbi vann hellings pening. Ég er kannski bara að verða rík...

Skandall í uppsiglingu

Ég er hrædd um að umfjöllunin verði ansi einhliða þar sem trúnaðarskyldan meinar svör. En það er nú lágmark að það verði birt góð mynd af mér. Viðkomandi dagblað þarf reyndar að senda ljósmyndara norður, það vilja fleiri vera með á myndinni.

Sættir?

FG/SÍ og LN fallist á tillögu ríkissáttasemjara Æ, ég veit ekki.

Vetrarfrí

já, við þessi ofurlaunaða forréttindastétt fáum vetrarfrí. Ég verð í frí í dag og á morgun. Það var klárlega kominn tími á það því ég finn að ég er alveg örmagna.

Það er vont, það er vont... og það venst ekki

Öllum ætti að vera það ljóst að það er að koma upp vond staða í grunnskólum landsins. Grunnskólakennarar hafa setið eftir í verðbólgunni og eru nú lægst launaða kennarastéttin. Sem væri kannski allt í lagi ef ekki munaði talsverðu. Eftir 7 vikna verkfall 2004 erum við nú verr sett en áður, kaupmáttur okkar hefur rýrnað töluvert. Nú er það alveg rétt að kennarastéttin samþykkti þennan samning sem fól ekki í sér nein rauð strik. Forysta kennarasambandsins reið um héruð og hvatti fólk til að samþykkja hann þó svo að teikn væru á lofti um aukna verðbólgu. Kannski hefur þetta 51% stéttarinnar sem samþykkti þetta treyst á enduskoðunarákvæði 16.1. Hvernig fólk gat trúað því eftir að stéttin var svínbeygð og svo sparkað í andlitið á henni að Launanefndin myndi henda í okkar plástri finnst mér óskiljanlegt með öllu. Enda hefur reynslan sýnt það að á okkur yrði ekki migið þótt í okkur kviknaði. Á þessu ber enginn neina ábyrgð. Ríkisstjórnin enga ábyrgð. Það muna það væntanlega allir þegar 45.000

Til hvers er grunnskólinn?

Sem starfandi unglingakennari hef ég alltaf haft það á bak við eyrað að ég sé að undibúa nemendur fyrir framhaldsnám. Að leikskóli, grunnskóli, framhaldsnám sé e.k. flæðilína í beinu framhaldi hvert af öðru. Núna er ég hins vegar að komast á þá skoðun að þetta sé alrangt hjá mér. Framhaldsskólinn kemur mér bara ekkert við. Hlutverk grunnskólans er að undirbúa unga einstaklinga fyrir lífið. Ekki framhaldsskólann.

Gjöfin

Mynd
Á laugardaginn var þorrablót í Kinn. Braveheart var í nefndinni og fljótlega varð ljóst að ástarsambandinu yrðu gerð góð skil. Ég var fengin til að sitja uppi á senu á meðan var sungið til mín. Hugmyndin var að sveitungar gæfu mér nokkrar gjafir og að endingu fékk ég svo bestu gjöfina:) (Sungið við Bílavísur. Talað inn á milli .) 1. Á mikinn fögnuð mættir eru flestir Sveitungar og vinir aðrir gestir Við glaðar sjáum konur, karla rjóða En þið vitið nú elskurnar að húsið hérna er lítið Og við gátum ekki tekið með okkur alla sem við vildum Á þorrablótið bjóða 2. Og eins og allir vita nokkrir fluttu Úr sveitinni og í lukkupottinn duttu Eða allavega skulum við það vona Auðunn á Akureyri, Hólmar og Embla í Kanada Og Harpa suður en auðvitað hafa aðrir komið í staðinn En stórfréttin er Að í Háls sé að koma kona 3. Og til hennar við viljum núna kyrja Kvæðabálk, en hvernig skal nú byrja Jú bíðum við, við reynum þetta svona Hún kom til að kenna í Aðaldalnum og leist bara vel á Sig í sveitinni og

Húsasmiðjan

Fór í Húsasmiðjuna á Húsavík núna áðan þegar klukkan var rúmlega þrjú. Var að leita að vinnugalla sem ég fékk að leita að alveg í friði. Fann einn sem átti að kosta rúmar fjögur þúsund krónur en var á tilboði og átti ekki að kosta nema ca. 2.500,- Ég tek gallann og fer að borga. ,,Þetta eru rúmar fjögurþúsund krónur" segir afgreiðslukonan. ,,Nei," segi ég ,,hann er á tilboði." ,,Nei, tilboðið rann út í gær" svarar hún og flettir einhverjum auglýsingapésa. ,,Já, en hann er verðmerktur svona," segi ég. ,,Já, það hefur bara gleymst að taka það niður." Ég náttúrulega sleppti því að kaupa gallann. Ég er alveg viss um að það verð á að gilda sem hangir uppi. Neytendasamtökin svara ekki símann nema milli 9-12 svo það væri gaman ef einhver vissi þetta.

Gistingar

Við Braveheart höfum vaknað upp með stífluð nef undanfarna mánuði og ekkert skilið í því. Ekki hann, ofnæmisgemsar eins og ég eru vanir þessu. Þegar hann fór að kvarta fór ég að spá í málið og gera tilraunir. Henti sængurfötum og dýnum út í frost í sólarhring og þvoði svo allt. Þá eru komin vatnsglös á alla ofna. Ekkert virkar. Beindist grunurinn nú að myglusvepp enda raki á baðinu sem er við hliðina á svefnherberginu. Á mánudaginn komu svo smiðir og hentu öllu út. Það sem við höldum að væri að var ekki jafn slæmt og við var búist en annað var verra. Nú er búið að henda út mygluðu timbri og bæta í heilu, setja nýjan dúk á gólf og veggi, nýtt baðkar og baðherbergisinnréttingin bíður í pökkum í forstofunni. Allt orðið rosa flott og verður flottara! Helst vona ég samt að við losnum við nefstíflurnar. En ég gat ekki verið heima hjá mér á meðan (verða að hafa klósett) svo við Braveheart mátuðum okkur á bænum hans. Það virtist passa svona ljómandi. ,,Tengdó" hafði ákveðin vara á sér, h

Fleiri ný dýr

Mynd
Ég sagði frá því að unglingurinn Ísold varð fylfull fyrir algjöra slysni en ég gleymdi að segja frá þegar folaldið kom í heiminn í sumar. Hún sver sig alveg í ættina og líkist móður sinni og ömmu mikið. Þá var Röskva sirkushestur líka fylfull (en það var leyndarmál) og hún eignaðist Emblu litlu líka í sumar. Hérna eru skvísurnar saman.

Það er vandlifað

Ég var að horfa á fréttirnar áðan þar sem ungur maður með Tourette heilkenni lýsir slæmri skólagöngu sinni. Það er ekki nóg með að hinir krakkarnir hafi lagt hann í einelti heldur létu kennararnir ekki sitt eftir liggja. Ég efast ekki um að þessi ungi maður hafi gengið í gegnum slæma tíma. Mér er það fullkomlega ljóst að það er erfitt að skera sig úr þegar maður er barn og/eða unglingur og börn eru miskunnarlaus. Þau eru miskunnarlaus af þeirri einföldu ástæðu að þau eru óvitar. Kennarar eiga hins vegar að heita fullorðið fólk. Samkvæmt almennri orðræðu í samfélaginu eru kennarar illa menntað skítapakk sem á ekkert gott skilið. Það er því fullkomlega rökrétt að álykta sem svo að þetta illa menntaða skítapakk sem á ekkert gott skilið dundi sér við það að leggja börn í einelti. Það hlýtur að liggja í hlutarins eðli. Alla vega leyfir fréttastofan sér að bera þetta á borð fyrir landsmenn eins og hverja aðra staðreynd. Trúir þjóðin því raunverulega að kennarar, sem eru sérmenntuð fagaðilar,

Nýtt blogg

Datt í hug að prófa svona lokað blogg þar sem ég get sagt meira frá mér. Við sjáum svo bara til hvort ég nenni að pósta:)

Tóm gleði

Mynd
Betri upplýsingar hjá fgk.is

Nýja dýrið

Mynd
Tímon.
Mynd
Ég er algjörlega sannfærð um að ég sé fórnarlamb svívirðilegra tryggingarsvika. Að hér í fyrndinni hafi skólatannlæknirinn misnotað sér ungan aldur minn (og væntanlega annarra) og gert við mun meira og fleiri tennur en nauðsynlega þurfti. Þegar ég var á milli sex og sjö ára gömul gerði skólatannlæknirinn við alla jaxlana í mér. Sjö ára með silfur í öllum jöxlum. Sannfærð um að ég væri með ónýtar tennur. Dásamlegt alveg. Stórt ör á sálinni btw. Nema hvað að eftir því sem árin liðu þá þurfti ekki að gera við neitt mikið meira. Eitthvað aðeins en iðulega var ekkert skemmt. Litla systir fer í þennan sama skóla og svo heyri ég af því að hún og einhverjir aðrir nemendur neiti að fara til þessa tannlæknis og uppástanda það að hann geri við heilar tennur. Ég spái ekki mikið í þetta en er komin með það á bak við eyrað. Um tvítugt þarf að laga allar hel.. fyllingarnar enda kominn á þær tími. Þáverandi tannlæknir tekur myndir og þá sé ég að allt silfurstellið er bara örþunn slikja á jöxlunum. Þar

Þorrablótið og baráttan um borðið

Þorrablót Aðaldæla fór fram í gær. Þar sem talsvert var hlegið þá ætla ég að uppljóstra því að ég átti þátt í handritinu. Það er mjög taugatrekkjandi að sitja úti í sal með fimm hundruð manns og bíða eftir hlátri. Úff.. Það er þögul barátta í gangi á heimilinu. Ég er algjör draslari en Braveheart er mun snyrtilegri. Hann segir hins vegar aldrei eitt einasta orð um ástandið. Og ef honum er farið að blöskra rykrottugangurinn þá dregur hann bara fram ryksuguna og ryksugar sjálfur. En núna er ákveðið mál komið í gang. Í sumar dró ég inn borð til að púsla á. Púslið lá lítið púslað á borðinu mánuðum saman þar til ég setti það aftur í kassann til að borða við á gamlárskvöld. Eftir að borðið losnaði er Braveheart að reyna að eigna sér það.Hann þarf að halda bókhald og skrifa reikninga og svoleiðis. Hans mistök eru hins vegar þau að hreinsa borðið alltaf á milli þannig að það er autt borð á mínu heimili. Það gengur auðvitað engan veginn upp. Í gær setti ég fullt af geisladiskum á borðið og í da

Þorrablót

Það er að bresta á með Þorrablótum. Best að drífa sig í bælið. Braveheart er kominn á allsbertið.

Kafli 2

Kaupandinn hringdi um daginn. Honum finnst það mjög ósanngjarnt af mér að vilja ekki borga viðgerð sem mér ber ekki að borga. Hann sem er að reyna að vera sanngjarn. Undarlegt nokk þá deili ég ekki þeirri skoðun með honum.

Þjónustufulltrúar

Í tvö skipti á stuttum tíma hef ég sent þjónustufulltrúanum mínum tölvupóst og beðið um lítilsháttar bankaþjónustu. Í bæði skiptin hef ég fengið póst til baka þar sem mér er bent á að ég geti sinnt þessu í netbankanum. Ætli hann geri sér grein fyrir því að hann vinnur að því hörðum höndum að útrýma starfinu sínu?

Það er ekki gallalaust

Gleðileg jól og farsælt nýtt ár og svoleiðis. Bloggletin stafar að miklu leyti af símalínusambandinu, ég nenni bara ekki að sitja við tölvuna og svo var bara allt meinhægt. Þar til núna. Verð aðeins að hella úr skálum pirringsins. Þar sem það er allt útlit fyrir að ég sé flutt alfarin út á land þá ákvað ég að selja íbúðina mína í Reykjavík. Ég var með fína leigjendur sem fengu aðra íbúð svo ég ákvað að skella íbúðina bara í sölu. Hún er metin lægra heldur en eins íbúðir í nærliggjnadi húsum og er ég nú ekkert sérstaklega sátt við það en fasteignasalinn bendir á að hinar íbúðirnar séu nú ekkert að fljúga út svo ég sætti mig við þetta. Ungur maður hefur áhuga og skoðar og gerir svo tilboð milljón lægra en beðið er um. Ókey, strákinn langar að leika svo ég geri gagntilboð sem er 250 þús. lægra en upphaflega var beðið um. Daginn eftir fæ ég gagn-gagntilboð þar sem ungi maðurinn hefur hækkað sig um alveg heilar 200 þús. Ég segi fasteignasalanum ég nenni nú ekki einu sinni að svara þessu. Ég