Færslur

Sýnir færslur frá júlí 24, 2016

Ríkið - Hvað er það? Hver er það?

Mynd
Stuttu eftir síðasta pistil vorum við kunningi minn að ræða um gullmolann á Þeistareykjum og ljósleiðarlagninguna hér á þá sagði hann: „Þið íbúarnir eruð í rauninni að niðurgreiða ljósleiðarann fyrir sveitarfélagið og hjálpa því að gera það söluvænna. Sveitarfélagið myndi aldrei fara út í ljósleiðarvæðinguna nema nógu margir séu tilbúnir að taka þátt og borga. Þar með er líklegra að fleiri vilji flytja hingað.“ Ég gat ekki neitað þessu en var samt hálfhissa. Ég hef alltaf litið á sveitarfélagið sem okkur en ekki við vs. sveitarfélagið . Öll uppbygging í sveitarfélaginu hljóti að vera íbúum þess til góðs. Hitt er auðvitað óumdeilt að ákveði einhver að flytja héðan þá tekur hann ljósleiðarann ekki með sér. Spurningin er hins vegar hvort ljósleiðarinn auðveldi sölu hússins/búsins. Það er hægt að halda þeim þræði endalaust áfram en það er ekki það sem ég varð hissa á. Ég hallast helst að því að ég og kunningi minn höfum gjörólíka sýn á ríkið og hlutverk þess. Sveitarfélögin eru