Færslur

Sýnir færslur frá apríl 22, 2007

Afsal mannréttinda

,,Með undirritun þessa samnings set ég mig undir þá kvöð að foreldrar, forráðmenn, fjarskyldir og jafnvel alls óskyldir einstaklingar geti ofsótt mig, persónulega og faglega, við allt og alla, alls staðar, út af hverju sem er, hversu lítið, ómerkilegt og jafnvel upplogið sem það er.” Það mætti halda að þessi klásúla sé í ráðningarsamningi allra kennara og annarra sem vinna með börnum og unglingum. Hún er það ekki en þetta er engu að síður sá veruleiki sem við búum við. Ég ætla að setja upp tilbúið dæmi: Nemandi er að hrekkja annan í frímínútum. Kennarinn kemur að og segir við gerandann: ,,Þetta er nú ekki fallega gert. Þú verður að haga þér betur annars er hætta á því að krakkarnir vilji ekki leika við þig.” Nemandinn fer heim og segir við föður sinn: ,,Kennarinn sagði að ég væri ljótur og öllum hinum krökkunum væri illa við mig.” Faðirinn hringir öskuvondur í skólastjórann og spyr hvurs lags fólk fái vinnu í þessum skóla, þessi kennari sé að leggja son hans í einelti. Núna talar skóla