Fífladansinn

Í haust hefur Þingeyjarskóli sitt þriðja starfsár. Eru verulega skiptar skoðanir um hvernig til hefur tekist. Í fundargerð Fræðslunefndar dags. 2.4.2014 segir: Starfið í Þingeyjarskóla. Margrét sagði frá því að hún og Arnór Benónýsson varaoddviti hefðu heimsótt allar starfsstöðvar Þingeyjarskóla í mars og rætt við starfsfólk um hvernig samstarf starfsstöðvana hefði gengið frá stofnun Þingeyjarskóla. Þau hafi skynjað ákveðna erfiðleika hjá starfsfólki sem er rakið til sameiningar skólanna. Harpa skólastjóri hafði samband við Kristján Má Magnússon hjá Reyni Ráðgjafastofu til að fá ráðgjöf varðandi áframhaldandi starf stofnunarinnar. Í framhaldi af viðræðum Hörpu við Kristján Má Magnússon sem hún kynnti fundarmönnum leggur fræðslunefnd til að samið verði við Kristján um aðstoð við að greina stöðuna í skólanum. Sú vinna sem Kristján leggur til að framkvæmd verði í vor mun kosta allt að 300 þúsundum. Fræðslunefnd leggur til að sú upphæð verði sett sem viðauki við