Færslur

Sýnir færslur frá júní 29, 2014

Fífladansinn

Mynd
Í haust hefur Þingeyjarskóli sitt þriðja starfsár. Eru verulega skiptar skoðanir um hvernig til hefur tekist. Í fundargerð Fræðslunefndar dags. 2.4.2014 segir: Starfið í Þingeyjarskóla. Margrét sagði frá því að hún og Arnór Benónýsson varaoddviti hefðu heimsótt allar starfsstöðvar Þingeyjarskóla í mars og rætt við starfsfólk um hvernig samstarf  starfsstöðvana hefði gengið frá stofnun Þingeyjarskóla.  Þau hafi skynjað ákveðna erfiðleika hjá starfsfólki sem er rakið til sameiningar skólanna. Harpa skólastjóri hafði samband við Kristján Má Magnússon hjá Reyni Ráðgjafastofu til að fá ráðgjöf varðandi áframhaldandi starf stofnunarinnar. Í framhaldi af viðræðum Hörpu við Kristján Má Magnússon sem hún kynnti fundarmönnum leggur fræðslunefnd til að samið verði við Kristján um aðstoð við að greina stöðuna í skólanum.   Sú vinna sem Kristján leggur til að framkvæmd verði í vor mun kosta allt að 300 þúsundum.  Fræðslunefnd leggur til að sú upphæð verði sett sem viðauki við

Að höndla hamingjuna - 2. hluti. Ytri áhrif.

Mynd
Gefum okkur að einstaklingurinn sé núllstilltur, þ.e. hafi nóg að bíta og brenna og þurfi ekki að hafa áhyggjur af grundvallar nauðsynjum. Hann er reiðubúinn að takast á við heiminn og leita hamingjunnar. Núna er lífið okkar frekar stutt, það getur verið mjög erfitt, nóg getur nú út af borið. Mætti halda að við (mannkynið) myndum reyna að sinna okkar grundvallarþörfum og njóta svo lífsins þar fyrir utan. Ekki aldeilis. Við búum í samfélagi sem vinnur markvisst að því að halda okkur óhamingjusömum. Í nafni hins frjálsa markaðar (og þúsund ára hefðarveldis) er okkur talin trú um að við séum bara ekki nógu góð. Konur sitja undir sjúklegum útlitskröfum sem þær munu aldrei uppfylla . Fyrirsæturrnar sem við eigum að líkjast líkjast sér ekki einu sinni sjálfar.   Búum til hið eftirsóknarverða útlit með fiffi, svelti, lýtaaðgerðum og fótósjoppi og seljum svo konum þetta útlit. Þær kaupa og kaupa og kaupa því þær munu aldrei, nokkurn tíma ná takmarkinu. Þetta er hið stórkostlegasta sölutri

Að höndla hamingjuna – 1. hluti. Helstu nauðsynjar

Mynd
Það er innbyggt í allar skepnur jarðarinnar að vilja halda lífi. Það er grundvöllurinn fyrir öllu öðru. Til þess að við getum haldið lífi þá verðum við að borða og njóta skjóls frá veðri og vindum. Almennt þekkjum við ekki langvarandi hungur né hræðsluna við að hafa ekki þak yfir höfuðið. Engu að síður er það blákaldur raunveruleiki fátækra kvenna í Reykjavík . Lög um atvinnuleysistryggingar voru ekki sett fyrr en 1956 og þetta öryggisnet er alls ekki sjálfgefið. Nú þurfum við flest ekki að lifa frá degi til dags svo við erum ekki meðvituð um þessa lífshvöt en það er nákvæmlega þetta sem stjórnar okkur. Sérstaklega ef við eigum börn líka. Við erum á fullu að tryggja „okkur“ (mér og mínum) mat og húsaskjól núna og í nánustu framtíð. Og helst að reyna að ná í örlítið meira, pínu svona varaforða til öryggis. Það er ekkert launungarmál að ef það skellur á hungursneyð og valið stendur á milli þess að mín börn eða þín fái að borða þá vel ég mín. Alltaf. Undantekningarlaust. Þú getur reynt

Tilgangur lífsins

Mynd
Já, það er von að þið hváið, ef þetta er ekki menntaskólastöff þá veit ég ekki hvað. Enda var málefni krufið í botn aftur á bak og áfram margt kvöldið í kjallaranum í Álfheimum í góðum félagsskap yfir rauðvínsglasi (flöskum reyndar) og undirleik Leonard Cohen.   En það er stundum gott að dusta rykið af gömlum hugsunum og skoða þær aftur. Auk þess sem þetta þjónar sem formáli að öðru. Gallinn við að vera Hinn viti borni maður er að við gerum okkur grein fyrir þessu algjöra tilgangsleysi lífs okkar. Stundum hef ég velt því fyrir mér hvort þessi þörf fyrir tilgang hafi komið með Guði eða hvort Guð hafi verið skapaður vegna þessa tilgangsleysis. Þessu hefur örugglega verið svarað einhvers staðar, einhvern tíma, einhvern veginn. Það breytir því þó ekki að þegar Nietzsche tilkynnti andlát Guðs steyptist yfir (suma alla vega) ægilegt tilgangsleysi. Það er óneitanlega erfitt að horfast í augu við að allar okkar siðareglur, allar okkar hugmyndir um lífið og tilveruna eru okk

Söknuður

Mynd
Það kemur einstaka sinnum fyrir að ég sakna Reykjavíkur. Að sjálfsögðu væri það ósköp notalegt að geta ,,skotist" út í búð eða ,,skroppið" í bíó. Jafnvel lifað af kraftmikið hjartaáfall. En það er ekki þess sem ég sakna. Sú Reykjavík sem ég sakna er ekki lengur til. Þegar þessi tilfinning grípur mig þá fylgir henni angurværð og iðulega sveimar hugurinn til Menntaskólans í Reykjavík og svo Háskóla Íslands. Þegar hugurinn skreppur í þessi ferðalög þá er ég á gangi í borginni á leiðinni til eða frá öðrum skólanum en þriðji punkturinn er Skólavörðustígur 23 þar sem afi og amma bjuggu. Mig minnir að það hafi verið um það leyti sem ég var að fara í samræmdu prófin að pabbi stakk upp á því að afi myndi hjálpa mér með námið. Ég var nefnilega svarti sauðurinn í þeim efnum. (Djöfulleg samkeppni á ætternisstapanum.) Afi nýkominn á eftirlaun og þetta þótti pabba alveg heillaráð. Ég samþykkti þetta enda nýbúin að gera samning við foreldrana þess efnis að næði ég fjórum 9 á samræmdu