Færslur

Sýnir færslur frá janúar 29, 2023

Gamall, reiður femmi er hugsi

Mynd
Ég hef fylgst með og tekið þátt í femínískri baráttu frá því ég var ungmenni í menntaskóla. Femínísk barátta hefur, eins og allt, farið í gegnum nokkrar breytingar. Nú er svo komið að ég hef verið flokkuð með „gömlum, reiðum femmum.“ Mér fannst það pínu vont fyrst en svo umfaðmaði ég nafngiftina, þótt í karlkyni sé. Ég er sumsé gamall, reiður femmi bara svo því sé haldið til haga. Þegar ég var virkari í baráttunni þá fannst mér eðlilegt að minnihlutahópar* stæðu saman. Án þess ég ætli nánar út í það þá komst ég að því að aðrir minnihlutahópar styðja femíníska baráttu ekki jafnvel og þeim finnst að femínistar eigi að styðja þeirra baráttu. Vitna ég þá til ákalls ábyrgra feðra sem spurðu sí og æ: „Hvar eru femínistarnir nú?“ Alla vega, til að gera langa sögu stutta, þá komst ég að þeirri niðurstöðu að femínistar ættu að standa með og berjast fyrir konur. Það má vissulega styðja og taka undir baráttu annarra minnihlutahópa en aukin réttindi kvenna til jafns við aðra hlýtur að vera í f