Færslur

Sýnir færslur frá júlí 31, 2005
Hringdi í Stöð 2 í gær. Stöð 2 næst í Aðaldalnum og Sýn en ég hef vissulega ekki áhuga á Sýn. Bíóstöðin næst ekki, Stöð 2+ næst ekki og auðvitað engar gervihnattastöðvar. Það nást sennilega örfáar útvarpsstöðvar. Great. Kosturinn er auðvitað sá að ég get einbeitt mér að eiginmannsleitinni.
Símafyrirtækið hafði vit fyrir mér og tók af mér síma- og nettenginguna. Það er verið að flytja þetta yfir í Aðaldalinn. Nema nettenginguna, það er ekki ADSL samband í Dalnum frekar en Skjár 1. Ég veit ekki í hvaða frumstæðu óbyggðir ég er að flytja. Ætli að ég verði ekki að vera með innhringisamband. Það er soo the turn of the century.
Mental note to self: Hættu að hanga á netinu og haltu áfram að pakka!
Ég er búin að slaka á í aðhaldinu af því að ég treysti á að ég grennist í Aðaldalnum. Ekkert bakarí, engar sjoppur engin pizzabúlla. Verð að treysta á eldamennsku sjáfrar mín. Ó, Guð, ég á eftir að svelta í hel!
Bank trouble, don't like bank trouble. Hringdu í mig þjónustufulltrúi. Hringdu í mig núúúnaaaa.....
,,NEVER LOSE SIGHT OF THE GOAL!" Stóra systir er að hjálpa mér að pakka. Hún er mjög týpískur frumburður, rösk og dugleg, svo í rauninni er hún að pakka og ég að bora í nefið. Síðastliðnir tveir dagar hafa farið í það að pakka bókum. Það eru 17 kassar af bókum frammi á gangi núna og sex niðri í kompu sem ég ætla að skilja eftir. Að vísu er ekki alveg búið að pakka öllum bókunum en eftirhreyturnar ná ekki nema í einn eða tvo kassa. Stóru systur finnst ég eiga dálítð mikið af bókum. Ég er ekki sammála því. En skv. feng shui þá koma bækurnar mínar og uppröðunin á þeim í veg fyrir að ég gangi út. A-ha. Ég raða ekki nógu sambandsmiðað í íbúðina. Ég er með tvíbreitt rúm en hinn helmingurinn er yfirleitt undirlagður af bókum. Og ekki nóg með það: Heldur er ég með bókaskáp inni í svefnherbergi sem er í sambandshorninu . Ef ég hef skilið þetta rétt þá þýðir þetta að the important other in my life eru bækur. Ókey. Stóra systir: Þú mátt ekki setja bókaskáp í sambandshornið fyrir norðan.
Mynd
Mér finnst þetta bara svo skemmtileg mynd. Sniðugt að þessi litla er köldust:)
Það kom skyldmennaher í heimsókn að hjálpa mér að pakka. Var allt í einu að fatta að ég er að flytja! Og það út á land! Gvöð minn góður! Hvernig datt mér þetta í hug?
Mynd
Fór alveg sérstaklega í heimsó´kn til að sækja mjólkina en tókst auðvitað að gleyma henni. Það verður fúlt á morgun þegar ég vakna kaffiþyrst. Hins vegar mundi ég eftir að taka með kortið sem börnin mín gáfu mér í vor í útskriftinni. Þau gáfu mér sem sagt þetta skemmtilega kort og þökkuðu kærlega fyrir allar Klepps- og kattarsögurnar sem ég hafði sagt þeim í gegnum árin. Og svo náttúrulega smá kennslu líka. Þetta var yndislegasti bekkur ever!
Ég er í nettu ofnæmiskasti og neyðist samt til að fara í heimsókn til kattanna þar sem ég gleymdi mjólkinni þar í gær. Svart kaffi er bara ekki málið. Ég gæti kannski keypt aðra mjólk, segi það ekki. Ég tók eftir því í gærkvöldi þegar ég var að tölta heim í gær, siðprúð og stillt frá móður minni, að það var talsvert partýstand í gangi. Það voru augljóslega nokkur partý í gangi í hverfinu svo þetta kemur mér ekki á´óvart. Ég var einmitt að spá í það á heimleiðinni í gær að ég hefði bara alveg klikkað á að kanna partýmarkaðinn og hvarflaði að mér eitt andartak að bæta úr. En ég hætti við jafnsnögglega og mér datt það í hug. En ég veit að Tóta pönk var í bænum í gær.