Fara í aðalinnihald

Færslur

Kynjaveröld

  Ég er 52 ára gömul kona. Ég hef verið kona alla mína ævi. Ég hef upplifað, og upplifi enn, mikla kvenfyrirlitningu. Já, það er enn mjög mikil kvenfyrirlitning í heiminum og á Íslandi. Eftir að ég varð miðaldra kona þá er ég að upplifa nýjar víddir fyrirlitningar, ósýnileika og þöggunar. [i] Þegar fyrri metoo bylgjan reið yfir þá voru margir svo hissa á framkomunni og áreitinu sem konur höfðu orðið fyrir. Ég var ekkert hissa. Ég hafði lifað þetta. Það er mjög fróðlegt að greina orðræðu. Stúlkur niður í táningsár eru „ungar konur.“ Karlmenn hátt á þrítugsaldri eru „drengir.“ Við hjónin erum með sameiginlega facebook-síðu. Fyrst var hún mín en svo var ég allt í einu komin í hina ýmsu bílaklúbba svo greinilegt að eiginmaðurinn var að skoða facebook undir mínu nafni. Mér fannst því eðlilegt að hafa hana á báðum nöfnum. Eins undarlega og það kann að hljóma þá varð ég vör við breyttar undirtektir og viðbrögð þegar ég-ið sem tjáði sig gat mögulega verið karlkyns. [ii] Stundum hef é
Nýlegar færslur

Tíminn

 Tíminn. Þetta er svo skrítið með tímann. Eftir að ég lenti inni á radarnum hjá dauðanum þá hef ég þurft að fara oftar til Reykjavíkur en áður. Fjölskyldan mín býr enn í æskuhverfinu og á kvöldin fór ég með strákunum á leikvöllinn við Langholtsskóla.  Það er svo furðulegt að vera þarna, leika sér þarna. Öll mín grunnskólaganga var í Langholtsskóla. Ég man eftir að standa þarna á steyptu planinu, engin leiktæki þá auðvitað, standa í röð og bíða eftir að kennarinn kallaði okkur inn. Meirihluti grunnskólagöngunnar var ágætur. Nema árin 1980-ca. 1982 þegar ég var 10-12. Þá var ég lögð í einelti. Uppnefnd í skólanum og svo eltu Guðrún og Sigga vinkona hennar mig heim á hverjum degi til að uppnefna mig og vera með leiðindi. Þessi spotti frá skólanum og heim í Álfheimana. Ég geng hann oft núna. Núna er hann malbikaður og upplýstur. En hann var það ekki þá. Veggurinn undir skotinu sem við máluðum í unglingavinnunni 1984 undir verkstjórn Jóns kennara sem var leiðbeinandi í unglingavinnunni líka

Óverðugt fórnarlamb

 Fyrir mörgum, mörgum árum síðan sá ég í bíómynd fullyrðingu sem var eitthvað á þessa leið: Ljótasta orð tungumálsins er fórnarlamb. Það vill engin/n vera fórnarlamb. Þetta situr í mér og ég skil þessa hugsun. Það er eitthvað gert á hlut mans, eitthvað gert á hlut mans og man getur ekkert gert við því. Stundum er hægt að leita réttar síns en alls ekki alltaf. Og breytir því ekki að einhver braut á man, einhvern veginn situr eftir skítugt skófar á sálinni. Það er skammarlegt að vera fórnarlamb. Svo, líka fyrir mörgum árum síðan, þá var farið að vinna gegn þessari skömm. Fórnarlambið er jú saklaust, það gerði ekkert af sér. Íslensk nútímamálsorðabók skilgreinir fórnarlamb svona: Við munum eftir því, alla vega  við sem erum fædd á og fyrir þriðja fjórðung síðustu aldar,  þegar fórnarlömb nauðgana voru fyrir rétti: "Hvernig varst þú klædd?" var t.d. algeng spurning.  Nýlegri dæmi er sú fullvissa feðraveldisins að konur ljúgi alveg stöðugt upp á karlmenn. Svo leið tíminn áfram og

Jón bóndi er með stóran félaga!

 Jeddúdda mía, stelpur, guðs gjöf til kvenna, Jón Björn Hreinsson, er aftur á lausu ! Brought to you by Jón bóndi, sem er reyndar fyrrverandi bóndi, er hress og skemmtilegur og til í allt! Hann er líka með stóran félaga! Hann er að vísu frekar lágvaxinn svo kannski er um hlutfallsstærð að ræða en... Jón bóndi er líka vinur vina sinna og hvetur þá til dáða. Þegar vinir hans standa í deilum við ættingja sína þá hvetur Jón bóndi þá til að dreifa skít yfir húsið þeirra þar sem börnin þeirra búa. Það er alveg " geggjað flott! " Þegar hann er beðinn um að standa fyrir máli sínu þá bregst hann við af hugrekki og einurð. Þið látið auðvitað ekki svona eðalgrip sleppa, stelpur😉 Update: Jón (ekki) bóndi hefur breytt auglýsingunni og tekið út sinna helsta kost. Sem betur fer tók ég skjáskot. Vert er að taka fram að hér er vitnað til opinnar auglýsingar á alnetinu og opinnar færslu á facebook.

Eignir bankanna

 Lækkið þá þjónustugjöldin😡 Myndatökumanninum fipaðist aðeins og kemur inn á 😉

Grenndarréttur

 Skrifað 2020 og sent til sveitarstjóra Þingeyjarsveitar sem hefur ekki enn svarað erindinu.   Til þess er málið varðar. Þannig er mál með vexti að eiginmaður minn, Marteinn Gunnarsson, á 1/3 í Hálsbúi ehf. sem er að Hálsi. Búið á hann með tveimur bræðra sinna. Árið 2010 byggðum við hjónin einbýlishús á Hálsi og skuldsettum okkur í kjölfarið. Fyrir þremur árum komu upp leiðindi sem leiddu til þess rúmu ári seinna að Marteinn hætti að vinna á búinu. Til að sjá fyrir okkur og börnum okkar stundum við vinnu utan heimilis og einnig höfum við rekið ferðaþjónustu í gegnum miðilinn Airbnb. Airbnb vinnur eftir svokölluðu umsagnakerfi og stjörnugjöf. Því hærri einkunn sem gestgjafi fær því hærra lendir hann í leitarniðurstöðum. Því hærra sem eignin lendir í leitarniðurstöðum því líklegra er að hún sé bókuð. Þetta veit starfandi bóndi, hann hefur sjálfur verið með eign inni á síðunni. Við áttum okkur að sjálfsögðu á að bændur heyja um sumur og stundum verður veðurs vegna að vinna lengi

Réttarríki?