Færslur

Vald ofbeldisins

Mynd
 Það er kona sem ég þekki, þetta er ekki flökkusaga ég þekki konuna og hef þetta frá fyrstu hendi. Það er sem sagt kona sem ég þekki sem var í sambandi með manni. Það eru sennilega komin ein tuttugu ár síðan þetta var. Sambandið gekk hraðar en konan raunverulega vildi en þau voru farin að búa saman stuttu eftir að sambandið hófst. Eftir það fór sambandið hratt niður á við og endaði með því að maðurinn lagði hendur á konuna. Sem betur fer var sambandið ekki langt, engin börn og engar fjárskuldbindingar sameiginlegar svo konan rak manninn á dyr. Hins vegar áttu þau flugmiða sem höfðu verið greiddir með kreditkorti konunnar. Skyndilega fær hún aukarukkun fyrir breytingu á flugmiðanum hans. Minnir að þetta hafi verið svolítil upphæð á þessum tíma. Að sjálfsögðu mátti ekki færa aukagjald á hennar kreditkort án hennar samþykkis. Konan hringir í flugfélagið og fær að tala við afgreiðslukonuna sem hafði samþykkt breytinguna. Ég veit ekki hvernig samtalið var nákvæmlega en mig grunar að konan h

Heilaga vandlætingin

Mynd
 Fyrir nokkrum árum síðan setti ég fyrirspurn inn á Turn-it-in grúppu á Facebook. Turn-it-in er forrit sem við kennarar notum til að sjá hversu mikið nemendur nota af vefnum eða verkefnum annarra nemenda í sínum verkefnum. Þetta var fyrir tíð opinnar gervigreindar. Fyrirspurnin snerist um hvort ég gæti stillt forritið þannig að það tæki ekki við verkefnum sem færu yfir 30% í líkindum (sem sagt að meira en 30% kæmu frá öðrum en nemandanum sjálfum). Þetta var í rauninni já eða nei spurning með rökstuðningi. Já, það er hægt og er gert svona... Nei, það er ekki hægt og ég veit það af því að... Fljótlega fékk ég "svar" frá manni. Hann hafði enga hugmynd um hvort þetta væri hægt, hins vegar vildi hann fá að vita af hverju ég vildi geta gert þetta. Honum fannst líka 30% frekar lítið svigrúm. Allt í lagi, honum má vissulega finnast það, ég var bara ekki að biðja um hans skoðun á þessu. Þetta var 100% tæknileg spurning ekki heimspekileg. Ég man ekki hvort ég svaraði þessu en ég man a

Heimsókn í Reykjavíkurhrepp

Mynd
Nýverið fórum við yngri sonurinn til Reykjavíkur þar sem hann fór á námskeið. Ég er að undirbúa hann fyrir forsetaframboð, ég ætla mér að verða skyld forseta! Námskeiðið var í Ármúlanum þannig að við fengum að gista hjá ættingjum nálægt Laugardalnum. Þegar allt þetta var skipulagt þá stóð ég í þeirri meiningu að bakverkurinn yrði á undanhaldi á þessum tímapunkti og við mæðginin gætum bara gengið þennan spöl. Svo fór nú ekki, bakverkurinn versnaði heldur og ég var nánast ógöngufær. Þar sem við voru bíllaus í borginni þá voru góð ráð dýr.  Ég ýki aðeins, við eigum góða að og okkur var oft skutlað.   Samgöngur. Engu að síður þá var fólk í vinnu svo stundum þurftum við að redda okkur sjálf. Nú finnst mér nákvæmlega ekkert að því að nota strætó svo ég kveikti á Klappinu og lagði af stað. Þegar ég var í Reykjavík þá kostaði eitt far fyrir fullorðinn 630 kr. og ungmenni 315 kr. Ég sé að það hefur hækkað síðan upp í 650 kr. fyrir fullorðna og 325 kr. fyrir ungmenni, fannst mér nú nóg um

Nokkrar færslur um framboð.

Mynd
Ég birti hér nokkrar færslur af Facebook, lítillega uppfærðar. I. Framboðið sjálft. Af því að fólk hefur verið að lýsa undrun sinni á þeirri rosalegu frekju og tilætlunarsemi Katrínar Jakobsdóttur að ætla sér að fara beint úr stól forsætisráðherra í forsetastólinn þá finn ég mig til knúna að leggja orð í belg. Katrín talaði um það opinberlega að hún hafi verið búin að ákveða að hætta í stjórnmálum fyrir næsta kjörtímabil. Kannski talaði hún ekki um það opinberlega fyrr en í forsetaframboðinu en og nú ætla ég bara að segja það beint því það mun koma fram, við erum frænkur og hún var búin að tala um þetta við sína nánustu. Þannig að nei, ég er ekki hlutlaus. Ég veit alveg nákvæmlega hvaðan Katrín kemur. Katrín sagði líka opinberlega að hún hefði hvatt Guðna Th. til að sitja eitt kjörtímabil til. Það hefði nefnilega verið fullkomin tímasetning. Katrín hefði hætt fyrir næstu þingkosningar sem eru 2025. Þá hefði hún haft þrjú ár til hvíldar og stjórnmálaöldurnar hefði lægt og hún h

Heterósexismi

Mynd
Ég er einlægur George Michael aðdáandi. Ég fylgdist með honum á hátindinum og ég fylgdist með honum í botnfallinu síðustu æviárin. Hann misnotaði eiturlyf og lifði ekki heilbrigðu lífi og dó að lokum langt fyrir aldur fram. Að sjálfsögðu var ég og svo mörg önnur algjörlega sannfærð um að hann hefði verið mjög óhamingjusamur. Af hverju? Jú, af því að öll viljum við eiga maka og börn. George Michael hins vegar, þótt hann ætti maka, var á stöðugu karlafari út um alla koppagrundir og átti ekki börn. Augljóst, ekki satt? En svo gerðist tvennt; ég rakst á viðtal við goðið á Youtube þar sem hann er bara fokvondur yfir því að hann fái ekki að lifa lífi sínu í friði og svo heldur hann því fram að samkynhneigðir karlmenn hafi aðrar skoðanir tryggð í samböndum.  Mér finnast þessar skoðanir þarna dálítið karlrembulegar en ef makinn hans er sáttur við þetta hver er ég þá að dæma? Kemur mér þetta yfir höfuð eitthvað við? Svo gerðist hitt. Ég las Kynjafræði fyrir byrjendur og þar segir:  Judith Butl

Helstu atriði Hallgerðar

Mynd
  Já, ég veit. Snýst mjög mikið um karlana í lífi hennar😞

Það má alltaf hata konur

Mynd
  Sl. föstudag var ung kona á bar. Sennilega drakk hún of mikið og drapst inni á einu klósettanna. Þegar dyraverðir ætluðu að loka staðnum sáu þeir læsta hurð. Kannski brutust þeir inn, kannski náðu þeir að vekja konuna. Hún alla vega rankaði við sér og brást ekki vel við og þurfti að kalla til lögreglu.* Sumir fjölmiðlar segja að hún hafi verið handtekin aðrir að henni hafi verið ekið heim. Fyrirsvarsmaður staðarins hefur beðið konuna afsökunar fyrir hönd dyravarða og þar með viðurkennt að framganga þeirra var full harkaleg. Enginn slasaðist, enginn má eiga von á að smitast af heimsfaraldri, ekki var talað niður til neinna minnihlutahópa nema kannski dyravarða sem viðurkennt hefur verið að beittu óþarfa mikilli hörku.  Öllum ber saman um að engin kæra hafi verið lögð fram og engir eftirmálar verði af atvikinu. Ekki alveg. Konan er nefnilega þingmaður og til þeirra eru gerðar strangari siðferðiskröfur. Já, er það? 20. nóvember 2018 sátu sex þingmenn að sumbli á Klaustur bar , fimm