Ég ætla að varpa þessu út í kosmósið af því að ég held að við þekkjum flest svona fólk og, ég ætla bara að segja það, það er alveg hundleiðinlegt. Það er erfitt að setja fram dæmi af því að „þetta fólk“ gæti þekkt sig í dæmunum en það er líka stórhættulegt að reyna að tala í kringum sannleikann. Við skulum því segja að frásögnin sé byggð á sönnum atburðum. #afsakið. Sko, ég er ekki að halda því fram að fólk eigi ekki að vera ábyrgt gerða sinna en mér finnst í alvöru að það eigi að vera einhvers staðar takmörk. Ég er ekki að tala um glæpi heldur bara svona hegðun. Og mér finnst í alvöru að það eigi að vera einhver fyrningarákvæði varðandi hvað má draga upp hvar og hvenær sem er. Byggt á sönnum atburðum. Dæmi 1. Ég: Mér finnst ekki fallegt af þér að kalla mig ljótum nöfnum í gær þótt við séum ósammála um þetta sem gerðist. Refsinorn: (setur upp heilagan vandlætingarsvip og dregur fram 700 blaðsíðna syndaregisterið mitt í A3 broti (það er ekki til í föstu formi heldur bara í h
Ég hef fylgst með og tekið þátt í femínískri baráttu frá því ég var ungmenni í menntaskóla. Femínísk barátta hefur, eins og allt, farið í gegnum nokkrar breytingar. Nú er svo komið að ég hef verið flokkuð með „gömlum, reiðum femmum.“ Mér fannst það pínu vont fyrst en svo umfaðmaði ég nafngiftina, þótt í karlkyni sé. Ég er sumsé gamall, reiður femmi bara svo því sé haldið til haga. Þegar ég var virkari í baráttunni þá fannst mér eðlilegt að minnihlutahópar* stæðu saman. Án þess ég ætli nánar út í það þá komst ég að því að aðrir minnihlutahópar styðja femíníska baráttu ekki jafnvel og þeim finnst að femínistar eigi að styðja þeirra baráttu. Vitna ég þá til ákalls ábyrgra feðra sem spurðu sí og æ: „Hvar eru femínistarnir nú?“ Alla vega, til að gera langa sögu stutta, þá komst ég að þeirri niðurstöðu að femínistar ættu að standa með og berjast fyrir konur. Það má vissulega styðja og taka undir baráttu annarra minnihlutahópa en aukin réttindi kvenna til jafns við aðra hlýtur að vera í f