Færslur

Vandamál og lausnir

Mynd
  Ég hef reynt að nálgast lífið á þann hátt að það séu engin vandamál heldur bara lausnir. Gengur vissulega ekki alltaf en ég reyni. Ég hef líka tekið eftir þv í að til er fólk sem finnur vandamál við öllum lausnum. Nýverið birtist færsla í opnum og fjölmennum hópi á facebook þess efnis að fullorðinn einstaklingur sem er klaufi í ensku gat ekki gert sig skiljanlegan á sölustað og fékk ekkert að borða. Þurfti því að fara svangur á braut. Uppleggið var spurningin hvort það væri til of mikils mælst að afgreiðslufólk á Íslandi talaði íslensku.   Þegar ég las innleggið fannst mér vandamálið vera að viðkomandi fékk ekki að borða (grundvallarþörf) á ferðum sínum um landið og benti á að til væru alls konar þýðingaröpp fyrir snjallsíma. Þetta innlegg mitt uppskar hláturkall frá upphafspóstanda svo það var greinilega ekki aðalvandinn, vandamál ið var að afgreiðslufólk talaði ekki íslensku.   Nú hefur það verið rætt ítarlega að starfsfólk á hinum ýmsu stöðum tali ekki íslensku og það sé ekki

Krossinn sem ég ber

Mynd
  Það er ungur maður á facebook sem hefur gaman að því að tilkynna hvaða dagur er. Það er bara fínt, þetta er falleg sál og ég læka þetta yfirleitt hjá honum . Hins vegar fékk ég sting í hjartað í dag . Á þessum degi fyrir sextán árum síðan lá ég inni á spítala og h a fði þegar verið í þrjá d aga. Það var verið að reyna að framkalla fæðingu litlu stúlkunnar minnar sem ég var gengin með 24 vikur en í sónar þremur dögum áður kom í ljós að það var enginn hjartsláttur. Stúlkan var dáin. Það átti eftir að taka tvo daga í viðbót að n á að framkalla fæðinguna. Í fimm daga gekk ég vitandi með dána barnið mitt. Hún var auðvitað búin að vera dáin lengur, ég bað um skoðun því ég hætti að finna hreyfingar. Ég veit að einstaklingur sem hefur aldrei gengið með barn, hvað þá fætt, getur skilið þetta. Að finna barnið hreyfa sig og sparka og svo hættir það. Að fæða barn og það er dauðaþögn.   Við foreldrarnir vorum niðurbrotnir. Ég dró mig í hlé og grét. Pabbinn var reiður út í heiminn. Ég gat ekk