Fara í aðalinnihald

Færslur

Refsinornir

Ég ætla að varpa þessu út í kosmósið af því að ég held að við þekkjum flest svona fólk og, ég ætla bara að segja það, það er alveg hundleiðinlegt. Það er erfitt að setja fram dæmi af því að „þetta fólk“ gæti þekkt sig í dæmunum en það er líka stórhættulegt að reyna að tala í kringum sannleikann. Við skulum því segja að frásögnin sé byggð á sönnum atburðum. #afsakið. Sko, ég er ekki að halda því fram að fólk eigi ekki að vera ábyrgt gerða sinna en mér finnst í alvöru að það eigi að vera einhvers staðar takmörk. Ég er ekki að tala um glæpi heldur bara svona hegðun. Og mér finnst í alvöru að það eigi að vera einhver fyrningarákvæði varðandi hvað má draga upp hvar og hvenær sem er. Byggt á sönnum atburðum. Dæmi 1. Ég: Mér finnst ekki fallegt af þér að kalla mig ljótum nöfnum í gær þótt við séum ósammála um þetta sem gerðist. Refsinorn: (setur upp heilagan vandlætingarsvip og dregur fram 700 blaðsíðna syndaregisterið mitt í A3 broti (það er ekki til í föstu formi heldur bara í h
Nýlegar færslur

Gamall, reiður femmi er hugsi

Ég hef fylgst með og tekið þátt í femínískri baráttu frá því ég var ungmenni í menntaskóla. Femínísk barátta hefur, eins og allt, farið í gegnum nokkrar breytingar. Nú er svo komið að ég hef verið flokkuð með „gömlum, reiðum femmum.“ Mér fannst það pínu vont fyrst en svo umfaðmaði ég nafngiftina, þótt í karlkyni sé. Ég er sumsé gamall, reiður femmi bara svo því sé haldið til haga. Þegar ég var virkari í baráttunni þá fannst mér eðlilegt að minnihlutahópar* stæðu saman. Án þess ég ætli nánar út í það þá komst ég að því að aðrir minnihlutahópar styðja femíníska baráttu ekki jafnvel og þeim finnst að femínistar eigi að styðja þeirra baráttu. Vitna ég þá til ákalls ábyrgra feðra sem spurðu sí og æ: „Hvar eru femínistarnir nú?“ Alla vega, til að gera langa sögu stutta, þá komst ég að þeirri niðurstöðu að femínistar ættu að standa með og berjast fyrir konur. Það má vissulega styðja og taka undir baráttu annarra minnihlutahópa en aukin réttindi kvenna til jafns við aðra hlýtur að vera í f

Þöggun kvenna.

  Nýverið var ég að hlusta á hlaðvarpsþátt hjá Poppsálinni um Stanford fangelsistilraunina . Í seinni hluta þáttarins (Ca. 23:30 mín.) ræðir Elva Björk þáttastjórnandi um það hvað þessi rannsókn segir okkur: „Skv. Zimbardo sýndi þessi rannsókn okkur svart á hvítu að hegðun okkur ræðst mun frekar af ytri þáttum eða aðstæðum frekar en innri þáttum eins og persónuleika.“ Þarna sperrti ég eyrun enn frekar því þetta kallast á við ýmislegt sem ég hef verið að hugsa. Svo ég komi hreint fram; ég er miðaldra kona. Eftir að ég varð miðaldra kona þá er ég afskaplega hallærisleg og gamaldags. En fyrst og fremst virðist ég vera algjörlega ómarktæk. Mér finnst þetta satt best að segja mjög skrítið. Núna er ég búin að vera á jörðinni í rúma hálfa öld og safnað að mér reynslu og visku. Ég er búin að reyna ýmislegt. Einhverjum gæti dottið í hug að fullorðnar lífsreyndar konur hefðu eitthvað til málanna að leggja – og auðvitað höfum við það. Það er bara hunsað. Reyndar ýki ég aðeins. Ég hef meira

Þetta þarf ekki að vera svona

Við erum fjögurra manna fjölskylda með húsnæðislán. Við höfum aldeilis fundið fyrir hækkun matvæla og olíuverðs. Við finnum svo sannarlega fyrir hækkun stýrivaxta Seðlabankans. Mér er sérstaklega minnistætt þegar Seðlabankastjóri hóf stýrivaxtavegferð sína þá talaði hann um að það hefðu orðið hækkanir á öllu og alveg sérstaklega á húsnæði og það yrði að sporna við þessari verðbólgu, m.a. fór hann fram á það við aðila vinnumarkaðarins að halda að sér höndum við launahækkanir. Bíddu, ha?! Það er allt að hækka og það er allt í lagi nema hvað að launin mega ekki hækka. Hvernig eigum við að hafa efni á öllum þessum hækkunum ef launin hækka ekki með? Og tökum alveg sérstaklega eftir þessu: Það er hægt að hafa hemil á launahækkunum . Af hverju er ekki hægt að hafa hemil á verðhækkunum? Á þessum tímapunkti var farin að sveima um í höfðinu á mér eftirfarandi spurning: Þarf þetta að vera svona? Rétt fyrir jól skall svo á frétt um fyrirhugaða leiguhækkun hjá Ölmu leigufélagi. Allir ruku u

Froskur útgáfa

 Eins og dyggir lesendur vita þá er ég mikill myndasöguaðdáandi. Þess vegna hef ég verið mjög hrifin af Froski útgáfu og er að safna innbundnu Tinnabókunum.  Núna á Froskur 10 ára afmæli og er í tilefni af því að selja tilboðspakka með talsverðum afslætti. Þar sem ég bý úti á landi þá skoða ég alltaf sendingarkostnaðinn, tilboð eru iðulega alls ekki jafngóð tilboð og þau virðast vera þegar sendingarkostnaðurinn bætist ofan á. Mig langar auðvitað í marga pakka en verður úr að ég panta bara Lukku Láka pakkann upp á 10.767,- kr. Afslátturinn er  sagður 45%. Ég skoða sendingarkostnaðinn sérstaklega eins og ég geri alltaf. Þar segir að "sendandi greiði við móttöku"  Vissulega skringilega orðað en engu að síður stendur beinum orðum að "sendandi greiði." Þá er einnig útlistað, eins og sést á skjáskoti, hvernig greiðslu fyrir aðrar sendingar er háttað og gefin upp verð. Mér finnst ekki óeðlilegt að ætla að inni í tilboðspakkanum sé tilboð á sendingu.  Í dag fæ ég tilkynnin

Sagan af Narkissosi

 Það kannast flest við söguna af Narkissos í grískri goðafræði. Narkissos var fallegur ungur maður sem varð ástfanginn af eigin spegilmynd, veslaðist upp og dó. Það er sök sér að sjálfselskufullt fífl drepist úr heimsku en sagan er aðeins flóknari en þetta. Frægasta útgáfa sögunnar kemur frá Ovid. Liriope vatnagyðja á ungan son, Narkissos, sem er gullfallegur. Hún fær blindan sjáanda til að spá fyrir honum. Sjáandinn segir að Narkissos verði gamall maður ef hann sér aldrei spegilmynd sína. Narkissos eignast marga aðdáendur, bæði unga menn og konur, en hann endurgeldur aldrei aðdáunina og hrekur þetta fólk frá sér. Einu sinni er Narkissos að veiða úti í skógi þegar gyðjan Ekkó sér hann og verður ástfangin af honum. Ekkó (bergmál) getur aðeins endurtekið síðasta orðið sem er sagt við hana svo hún getur ekki talað við Narkissos. Hann heyrir að verið er að elta hann og kallar og Ekkó bergmálar bara síðasta orðið sem hann segir. Hún kemur til hans og faðmar hann en hann hrindir henni