Færslur

Sýnir færslur frá janúar 22, 2006
Ég lærði nýtt orð um daginn: Sukkbremsa . Það ku vera kona sem tekur í djammtaumana á manni eftir að hún hefur náð í hann. Það vantar vídeóleigu hérna núna.
Fólk kemur víst með sitt eigið trog á þorrablótið. Sem betur fer var ég komin í troghóp, það var bara ekki búíð að segja mér það. Það er hins vegar búið að setja mig formlega í það að bjóða dansherranum a blótið. Mer finnst það ekkert leiðinlegt:)
Konurnar sem vinna með mér og eru lika a dansnámsskeiðinu segjast vera á hlýðninámsskeiði. Það er rétt hjá þeim. Við eigum að hlýða dansherranum, jafnvel þegar hann er að gera vitleysu!
Dansherrann mætti. Ekkert kvíðakast:) Ég náði sporunum ágætlega nema i einum dansinum. Var eitthvað voða fótavillt þar.
Ég er að fara á dansnámsskeið í kvöld. Og ég er með dansfélaga... ef hann fær ekki kvíðakast:)
Þorrablótið er að bresta á í sveitinni. Það liggur nokkuð ljóst fyrir að eiginmannsleit mín verður meðal helstu skemmtatriða. Ég segi nú bara aftur og enn; það er gott að ég er ekki mjög viðkvæm. Samverkafólk mitt vill meina að ég sé alltaf að bæta við kröfum og báðu um útboðsgögn. Ég er nú ekki sammála því að ég sé alltaf að bæta við kröfum en ákvað að verða við beiðninni til að leysa þetta í eitt skipti fyrir öll. Útboðsgögn. Óskað er eftir: Karlmanni. Verkið sem ber að vinna: Deila lífi með konu. Kröfur: Líkamlegar: Aldur ca. 35-55. Vítt svigrúm meðalhæðar og meðalþyngdar. Andlegar: Þarf að vera blíðlyndur og góður. Má ekki hafa mikla kvennafarssögu bakinu. Kvennabósar verða skotnir á færi. Verður að ráða við vín. Verður að vilja eignast börn. Hans eigin börn engin fyrirstaða. Þarf að vera mjög knúsþolinn. Geta haldið uppi vitrænum samræðum að einhverju leyti. Verður að vera dýravinur. Má ekki vera karlremba. Vera
NFS er bara í þvi að ýta undir hysteríu. ,,Sóttvarnarlæknir hvetur fólk til að hamstra mat!" Já, þegar var búíð að leggja honum orðin i munn. Hvaða tilgangi þjónar svona fréttaflutningur? Sem betur fer var Ríkissjónvarpið líka með frétt um fuglaflensuna og talaði líka við sóttvarnarlækni og leyfði honum bara að tala. Mun ábyrgari og skynsamlegri fréttaflutningur þar a bæ. Fuglaflensan er ekki komin til Íslands og hefur ekki enn stökkbreyst þannig að hún berist manna á milli. Hún getur gert það og allur er varinn góður en það er ekkert víst að það gerist. Við skulum panikera þegar við þurfum þess. Ekki fyrr.
Mynd
Sunnudagssykurinn er Mark Consuelos