Færslur

Sýnir færslur frá ágúst 2, 2015

Móttökusamfélag flóttamanna á Laugum

Mynd
Í  vetur sem leið var tekin sú ákvörðun að flytja alla starfsemi Þingeyjarskóla í húsnæði gamla Hafralækjarskóla. Þar með var hætt allri starfsemi í húsnæði fyrrum Litlulaugaskóla. Í kjölfarið var (sic) þremur kennurum í Litlulaugarstarfsstöð sagt upp störfum og einum í Hafralækjarsstarfstöð. Allir eru þó íbúar á Laugum. Þetta er að sjálfssögðu mikið áfall fyrir samfélagið á Laugum og hefur verkefnisstjóri mótvægisaðgerða tekið til starfa. Í vor sem leið tilkynnti menntamálaráðherra með lítilsvirðandi litlum fyrirvara sameiningu beggja framhaldsskóla Suður-Þingeyinga. Því var mótmælt og bakkað með ákvörðunina, að sinni. Merkilega lítið þurfti til svo bakkað væri sem segir okkur að þetta er leikflétta. Sama leikflétta og var notuð þegar farið var af stað með niðurlagningu Heilbrigðisstofnunar Þingeyinga. Fyrst var tilkynnt um sameininguna, allt varð brjálað, bakkað og svo sameinað þegjandi og hljóðalaust. Framhaldsskólinn á Laugum verður sameinaður Verkmenntaskólanum á Akureyri. M