Sannleikurinn er afstæður og raunveruleikinn túlkunaratriði. Þessi eini, heilagi og óbreytanlegi sannleikur er ekki til. Það sökkar, ég veit. Miðað við greinaskrif og staðbundnar fréttir þá hefði mátt ætla að Reykdælingar væru um það bil að fara á dýnurnar vegna skólamála. Nema hvað, í gær gerðist tvennt; Birt var niðurstaða úr könnun Félagsvísindastofnunar og boðuð var samstöðustaða við Kjarna. Staðarmiðill Reykdælinga slær upp í fyrirsögn að 72% íbúa vilji að Þingeyjarskóli verði í einni starfsstöð. Þetta er skemmtilegt vegna þess að ,,sumir" vildu helst ekki að íbúar á skólasvæði Stórutjarnaskóla tækju þátt í könnuninni, þeim kæmi þetta almennt og yfirleitt ekkert við. Hins vegar draga þeir íbúar þessa tölu niður. Ef aðeins er skoðað skólasvæði Þingeyjarskóla, mikilvægari skoðanirnar, þá kemur í ljós að 79% vilja sameiningu. Í gær var líka boðaður samstöðufundur. Mjög virðingarvert framtak sem beinir athyglinni þangað sem hún á heima, fólkinu sem raunverulega
Frúin sem var flæmd frá Hálsi ásamt fjölskyldunni sinni.