Við höfum heyrt af konuleysi landsbyggðarinnar nokkuð lengi og haft í flimtingum sbr. textann hér að ofan. Tuma litla vantaði líka drottningu og Einbúinn mátti bíða eftir frúnni. Okkur finnst þetta óskaplega fyndið en því miður er þetta bæði raunverulegur og brýnn vandi landsbyggðarinnar. Þetta snýst nefnilega ekkert um að einhver karlmannsgrey fái ekki að sofa hjá. Nei, þetta snýst beinlínis um hvort við ætlum að halda meirihluta landsins í byggð eða ekki. Við vitum að fólki fækkar jafnt og þétt á landsbyggðinni. Reynt hefur verið að greina það á ýmsan hátt en það liggur fyrir að ungu konurnar fara fyrst. Elín Gróa Karlsdóttir segir í grein sinni „Með konum skal land byggja“ í skýrslu Byggðastofnunar Samfélag, atvinnulíf og íbúaþróun í byggðarlögum með langvarandi fólksfækkun : Fámennari byggðarlög á Íslandi og víðar á Norðurlöndunum einkennast af fólksfækkun og hækkandi aldri íbúanna ( Pettersson, 2012). Algengt er að ungu konurnar flytji burt af svæðunum til stærri sta
Frúin sem var flæmd frá Hálsi ásamt fjölskyldunni sinni.