Færslur

Sýnir færslur frá desember 16, 2018

Bótaábyrgð stjórnarmanna

Mynd
Gefum okkur, algjörlega fræðilega samt, að meirihluti stjórnarmanna í fyrirtæki hafi ákveðið að selja allar eigur þess. Salan verður til þess að fyrirtækið er svipt rekstrargrundvelli sínum fyrir vikið og verður óstarfhæft. Stenst þetta?  Á Skemmunni má oft finna áhugaverðar ritgerðir um hin ýmsustu mál   svo það liggur beint við að leita svara þar. Fljótlega rakst ég á ritgerðina Skyldur og refsiábyrgð stjórnarmanna í hlutafélögum eftir Ásu Kristínu Óskarsdóttur. Vert er að taka fram að lög um einkahlutafélög eru mjög sambærileg lögum um hlutafélög , oft á tíðum er um samhljóða ákvæði að ræða. Dómstólar hafa iðulega báða lagabálkana til hliðsjónar og vísa til félagaréttar. Í leiðbeiningabæklingi Viðskiptaráðs um Stjórnarhætti fyrirtækja þar segir í gr, 2.1.1 um hlutverk stjórnar: Að fara með æðsta vald í málefnum félags milli hluthafafunda, stuðla að viðgangi félagsins og hafa eftirlit með daglegum rekstri þess. (skáletrun mín.) (Viðskiptaráð Íslands, 2015, bls. 17)