Færslur

Sýnir færslur frá júní 28, 2015

Tarzan

Mynd
Fallegi pabbi minn. Þegar ég var krakki þá var ég talsverður lestrarhestur. Las í gegnum Vippa, Grím grallara, Fimm-, Dularfullu- og Ævintýrabækurnar. Einhvern tíma, man ekkert hvernig það kom til, þá fór pabbi að tala um Tarzan bækurnar og að hann og bróðir hans hefðu átt þær í gamla daga. Sammæltumst við um að reyna að ná þessum bókum. Ég man ekki hvort við gerðum okkur sérstaka ferð eða hvort fjölskyldan fór bara í heimsókn á Skólavörðustíginn til afa og ömmu. Hvernig sem það vildi til þá fórum við pabbi einn daginn í gegnum kassa í kjallaranum. Við vorum of sein, frændur mínir höfðu náð í góssið. Einhverju seinna fór Siglufjarðarprentsmiðjan að gefa út Tarzan blöð. Ég safnaði þeim auðvitað eftir bestu getu. Síðan minnkaði áhuginn eitthvað og blöðin voru falin ofan í sængurfataskúffu. Það vildi nú ekki betur til en skúffan var opin að aftanverðu og Jósefína kattardrottningin okkar komst í blöðin og brýndi á sér klærnar. Ég hefði getað grátið þótt rúmlega tvítug væri á þe

Sveitalífið

Mynd