Færslur

Sýnir færslur frá ágúst 19, 2007

Örlítið framhald

Ég sé á blogginu hennar Lorýu að frændur vorir Finnar koma líka til móts þarfir viðskiptavina. Ég veit að hvíta hveitið ódýrara en heilhveitið en miðað við verðlagið á veitingastöðum... Need I say more?

Hvítir yfirburðir

Maðurinn minn er með sykursýki eins og þúsundir annarra Íslendinga. Þetta er lífstíðardómur sem hefur í för með sér miklar breytingar á lífsháttum og hættu á mörgum alvarlegum fylgikvillum. Minn maður er mjög passasamur og fylgir þeim ráðum sem hann fékk við uppgötvun sjúkdómsins. Því betur sem hann passar sig því minna þarf hann af lyfjum, því jafnari sem blóðsykurinn er því sjaldnar þarf hann að mæla hann. Í framtíðinni eru minni líkur á aukaverkunum eins og t.d. kransæðasjúkdómum. Þar sem við búum í velferðarsamfélagi þá eru lyfin hans og blóðsykursmælarnir niðurgreiddir. Þótt passasemi hans sé fyrst og fremst til þess fallin að viðhalda eigin lífsgæðum þá hlýst sú hliðarverkun af að útgjöld samfélagsins verða minni. Tala nú ekki um ef honum tekst, eins og ég vona auðvitað, að forðast alvarlegri fylgikvilla sykursýkinnar því þeim fylgja dýrar sjúkrahúsvistir, aðgerðir, aflimanir og örorka. Allir vita að sykursjúkt fólk verður að forðast sykur. Það sem færri vita er að líkaminn, og þ