Hefnd Tollmiðlunar Ég hef nefnt það áður að ég var að bíða eftir pakka frá Amazon. Eftir tímafrekt ferðalag til landsins þá stoppaði hann í Tollmiðlun í lengri tíma og endaði með því að ég sendi pirraðan póst þangað. Vissi svo sem að þjónustan yrði ekki fullkomin eftir það. Um daginn var ég að taka til og fann þá umslagið með póstinum með beiðninni um að opna pakkann og leita að vörureikningi. Hvað finn ég ekki umslaginu annað en tvö eintök af vörureikningi! Það er ekki skrítið að þau hafi ekki fundið hann, búin að senda mér hann. Ég ákvað að telja upp í 10... hundruð milljónir og hafa ekki samband í von um að pakkinn kæmi á þessu ári. Svo líður og bíður og ég bíð eftir að fá tilkynningu um pakkann sem aldrei kemur. Ég hringi á Póstinn í dag og spyr eftir pakkanum. ,,Hann er skráður á pósthúsið á Húsavík þann 1. ellefta." Já, sniðugt. Ég hringi á pósthúsið á Húsavík og spyr eftir pakkanum. ,,Nei, enginn pakki á Ástu Svavarsdóttur en hins vegar er pakki frá Amazon á óþekktan vi