Færslur

Sýnir færslur frá mars 16, 2014

Skyldi konunni ekki leiðast að láta krossfesta sig?

Mynd
Þetta eru skrítnir tímar. Með tilkomu veraldarvefs og tækniframfara getur hver sem er tjáð sig, hver sem er sýnt sig og hver sem er krafist athygli. Það margt gott við þetta, það er líka margt vont. Persónulega finnst mér þessi nýi tími frábær. Við heyrum raddir sem við heyrðum ekki áður og sjáum sjónarmið sem voru áður falin. En þar sem er ljós, þar er einnig skuggi. Við heyrum líka ókvæðisorðin betur og sjáum hatrið betur. Margt fólk hefur orðið frægt af litlu sem engu tilefni, annað af meira tilefni. Upp hafa sprottið margir samfélagsrýnar sem tjá sig um lífið og tilveruna. Þeir eru misgáfaðir eins og gengur og misvel metnir eftir því. Annað fólk hefur orðið frægt út af einhverju sem ég veit ekki hvað er. Ég skildi t.d. aldrei út af hverju Fjölnir Þorgeirsson var frægur og ég skil ekki af hverju Ásdís Rán er fræg. Þau eru voða sæt bæði tvö en ég veit ekki hvað annað þau hafa unnið sér til frægðar. Hitt er á hreinu að margir eru kallaðir en fáir útvaldir. Samkeppnin e