þriðjudagur, júní 13, 2006

Bless Blönduós

Lögreglan á Blönduósi er alræmd fyrir hraðamælingar sínar eins og allir vita. Pulsuframleiðandi einn veit þetta og auglýsir skv. því. Sjoppusali ,,pulsar" ökumenn niður eftir að þeir hafa lent í lögreglunni. Þetta embætti stærir sig líka greinilega af þessu orðspori eins og sést á linknum.
Í dag fór ég til Reykjavíkur. Áður en ég kem að Blönduósi sé ég að löggan er að mæla. Það er svo sem allt í lagi ég geri mér far um að keyra ekki hraðar en á hundrað. Að vísu þegar aðstæður eru góðar þá slæ ég stundum upp í 110. En eftir að ég sé lögguna er ég með annað augað á mælinum og passa mig. Efir að hafa stoppað í Essoskálnum eins og venjulega held ég áfram. Er langt komin að Staðarskála" þegar lögreglubíll kemur á móti mér og blikkar ljósum. Ég verð hálf hissa og lít á mælinn og sé að ég er á rúmlega hundrað. Löggan kemur á eftir mér svo ég stoppa. Lögregluþjónninn biður mig að koma út og aftur í lögreglubílinn. Þar er búið að koma fyrir kvikmyndatökubúnaði. Hann sýnir mér mælinn og mældist ég á 106. Ókey, ég veit að hámarkshraðinn er 90 km/kl en.. Það var rjómablíða, skyggni gott, bíllinn góður, vegurinn góður og ég nánast ein á ferli. Klukkan var um tvö á þriðjudegi. Í einfeldni minni held ég að maðurinn hljóti nú bara rétt að áminna mig en nei, hann skrifar sekt. Ókey, lög eru lög og ég braut þau. Ég spyr hvað þetta sé há sekt. 10.000 krónur!!! Er ekki allt í lagi!? Ég hefði getað flogið fram og til baka!!!
Ég keyrði of hratt, ég veit það. Ég keyrði of hratt miðað við lagasetninguna. Ég keyrði ekki of hratt miðað við aðstæður. Minni vinsamlegast á að það eru hraðbrautir í flestum öðrum löndum. Það rauk gjörsamlega upp úr höfðinu á mér þegar ég kom út úr lögreglubílnum. Miðað við áðurnefnda auglýsingu þá fer það ekki bara í skapið á mér að vera stöðvuð af litlu tilefni og fá fáránlega sekt. Skv. auglýsngunni eru ökumenn ,,brjálaðir" eftir að hafa verið stöðvaðir. Nú spyr ég eins og fáráður: Er það mjög gáfulegt að gera ökumenn brjálaða undir stýri? Er það mjög hraðaheftandi aðgerð? Ég held ekki. Ég var alla vega mun fljótari til Reykjavíkur núna en ég hef verið áður. En ég er ekki að viðurkenna neitt. Ég gæti hafa fundið styttri leið. Eða fengið far með geimskipi.
Ekki veit ég hvað veldur þessu offari í meintri ,,löggæslu" Lögreglunnar á Blönduósi. Ég segi meintri því ég held að þetta séu frekar lögbrotshvetjandi aðgerðir. Það eina sem þetta gerir gagnvart hraðaakstri er að fólk er á útkikkinu gagnvart lögreglunni á þessu landsvæði. Kannski ekur það hægar þarna í gegn. Það ekur ekki hægar annars staðar. En þá er kannski markmiðinu náð. Kannski finnst þeim þetta töff orðspor að hafa. Ég ætla ekki að halda því fram að það séu eintóm fífl í lögreglunni á Blönduósi, samt vil ég taka það skýrt fram að ég tel þennan tiltekna lögregluþjón algjört idijót. Hefði hann vegið og metið aðstæður af einhverju viti þá væri ég ekki með fáránlega sekt á bakinu núna. Eina líklega ástæðan fyrir þessu offorsi tel ég vera þá að það er verið að safna peningum í bæjarsjóð. Því hef ég ákveðið að hætta algjörlega öllum viðskiptum við Blönduós. Ég er búin að fara þrisvar sinnum á bíl til Reykjavíkur og aftur til baka frá því í vetur. Ég hef stoppað á Blönduósi í öll skiptin og keypt eitthvað, pulsu og kók, kaffi eða bensín. Það kostar fimm þúsund kall að fylla tankinn hjá mér. Héðan í frá munu þessi viðskipti færast til Staðarskála eða í Varmahlíð. Ég segi ekki að ég sé stór viðskiptaaðili en ég ferðast reglulega á milli landshornanna. Ég verð fljót að eyða öðrum tíu þúsund kalli annars staðar. Nema ég láti þjóðvegina bara eiga sig og fljúgi. Það er ódýrara.

Færsla Lögreglunnar á Norðurlandi eystra

Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...