Færslur

Sýnir færslur frá júní 11, 2006

Bless Blönduós

Lögreglan á Blönduósi er alræmd fyrir hraðamælingar sínar eins og allir vita. Pulsuframleiðandi einn veit þetta og auglýsir skv. því. Sjoppusali ,,pulsar" ökumenn niður eftir að þeir hafa lent í lögreglunni. Þetta embætti stærir sig líka greinilega af þessu orðspori eins og sést á linknum. Í dag fór ég til Reykjavíkur. Áður en ég kem að Blönduósi sé ég að löggan er að mæla. Það er svo sem allt í lagi ég geri mér far um að keyra ekki hraðar en á hundrað. Að vísu þegar aðstæður eru góðar þá slæ ég stundum upp í 110. En eftir að ég sé lögguna er ég með annað augað á mælinum og passa mig. Efir að hafa stoppað í Essoskálnum eins og venjulega held ég áfram. Er langt komin að Staðarskála" þegar lögreglubíll kemur á móti mér og blikkar ljósum. Ég verð hálf hissa og lít á mælinn og sé að ég er á rúmlega hundrað. Löggan kemur á eftir mér svo ég stoppa. Lögregluþjónninn biður mig að koma út og aftur í lögreglubílinn. Þar er búið að koma fyrir kvikmyndatökubúnaði. Hann sýnir mér mæli