Færslur

Sýnir færslur frá apríl 20, 2008

Óeirðir?

Ég er algjörlega búin að missa samúðina með vörubílstjórum. Framkoma þeirra er til skammar. Borgaraleg óhlýðni er eitt, hryðjuverk annað. Hvernig væri að við kennarar tækjum upp þessa baráttuaðferð? Um helgar og á sumrum þá leggjum við bíldruslunum okkar þvert á alla vegi til að mótmæla því að við höfum ekki efni á nýjum bílum né bensíni. Við getum alveg sleppt því að fara í verkfall og missa launin okkar á meðan. Við skulum hafa það alveg á hreinu að vörubílstjórar eru að keyra út. Þeir eru ekki að leggja niður vinnu. Þeir eru ekki að tapa neinu. Það er bara verið að hrella almenning. Bændur gætu tekið sér þetta til fyrirmyndar líka. Farið með nautin sín niður í bæ og sleppt þeim lausum til að mótmæla því að þeir geti ekki lengur heyjað fyrir þau vegna áburðarverðshækkana. Það er þá hægt að mótmæla innflutningi á nautakjöti í leiðinni. Þetta er orðið algjörlega fáránlegt og ekki koma þeir vel fyrir í sjónvarpinu, blessaðir. ,,Nei, nú verður þetta sko bara verra!" ,,Já, ég ætla sk