Færslur

Sýnir færslur frá september 4, 2016

Íbúar niðurgreiða kosningaloforð Samstöðu

Mynd
Fyrir sveitarstjórnarkosningarnar 2014 setti Samstaða fram tvö stór loforð: íbúakosningu um skólasameiningu og ljósleiðaravæðingu sveitarfélagsins. Tvö helstu baráttumál nýja meðlimsins. Loforðið um ljósleiðarann var svohljóðandi: Frambjóðendum Samstöðu er ljóst að verkefnið er dýrt en "mikilvægt fyrir alla framþróun." Hvergi er þó nefnt hér að hvert heimili þurfi að borga fyrir lagninguna. Ég held að flestir hafi þó gert sér grein fyrir því en það er ekki nefnt. Þann 5. nóvember 2014 skrifar Árni Pétur Hilmarsson pistil í Hlaupastelpuna (og 641.is birti svo) þar sem hann setur fram rök og hugmyndir meirihlutans um ljósleiðaravæðinguna. Undir lokin segir svo: Miðað við frumútreikninga þá er verkefnið stórt og kostnaður rétt rúm milljón pr. heimili. Okkar fyrstu áætlanir gera ráð fyrir því að kostnaðarhlutdeild hvers heimilis verði um 250 þúsund, því verður niðurgreiðsla sveitarfélagins og samstarfsaðila umtalsverð. Ekki er útséð um aðkomu opinbera sjóða a