Færslur

Sýnir færslur frá nóvember 12, 2017

Ríkisstjórn með eða án VG

Mynd
Vinstri hreyfingin-grænt framboð missti fylgismenn þegar hún "sveik" málstaðinn og samþykkti að sækja um aðild að ESB. Ég var ákaflega ósátt við það þá en nú segi ég sem betur fer því það er fullvissa mín að velferðarkerfið hefði verið skorið inn að beini á árunum eftir hrun ef VG hefði ekki verið í ríkisstjórn. Því hvaða flokkar hefðu verið í ríkisstjórn annars? Nei, Sjálfstæðisflokkurinn er ekki "sætasta skvísan" á ballinu, við vitum það vel. En hver er hinn möguleikinn? Ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokki án VG. Er það virkilega betra?  Nú er talað um að VG sé að leiða Sjálfstæðisflokkinn í ríkisstjórn. Ef VG gerir það ekki þá er VG að leiða ultra hægri stefnu í ríkisstjórn. Getur það mögulega verið betra? Ég held að það sé betra að hafa taumhald á íhaldinu frekar en að leyfa því að leika lausum hala.