Færslur

Sýnir færslur frá 2015

Skólamálaumræða 2. tbl.

Tók saman skólamálaumræðuna þaðan sem frá var horfið síðast enda margt búið að gerast.

Plötuskápur foreldra minna

Mynd
Ég hef alltaf haft gaman að tónlist. Ég veit ekki hvernig það kemur til en ég man þegar foreldrar mínir keyptu sér "græjur." Það var svona sambyggður kassi, sem er víst mjög retró og flott í dag, og ég var alveg heilluð af græjunni. Svo fóru að berast plötur inn á heimilið. Ég lenti í einelti sem barn og var því einmana og asnalegur krakki. Mínar bestu stundir átti ég við þessar græjur, hlustandi á plötur foreldra minna, taka þær upp, uppgötva kanann. Foreldrar mínir áttu hvorki mikið né veglegt plötusafn. Einu sinni var kom fljótlega inn á heimilið og hafði ég óskaplega gaman að henni. Spilaði hana í ræmur eins og sagt er. Pabbi virðist ekki hafa verið mjög mikill áhugamaður um tónlist því hann keypti aðallega e.k. safnplötur. Best fannst mér Juggernauts of the early 70's því á henni voru rokklög, m.a. "Mama told me not to come." Hann keypti alla vega fjórar Top of the Pops plötur sem voru með hálfberum stelpum framan á. Engum þótti það neitt athuga

Kostnaður endurbóta

Eins og allir muna voru skrifaðar skýrslur, endalausar skýrslur, en þrjár í síðustu lotu,. Þar af var ein frá Ráðbarði sem greindi viðhaldsþörf beggja skóla. Í þessari skýrslu er klásúla sem heitir Viðhald nú þar sem áætlað er hvað það eitt kosti að gera Hafralæklarskóla tilbúinn sem sameinaðan skóla. Er sú tala upp á kr. 16.600.000,- (Sextán milljónir og sexhundruð þúsund.) Ég finn ekki fundargerðina þar sem það er samþykkt að fara í framkvæmdirnar en í bókun T-listans á síðasta sveitarstjórnarfundi kemur fram að kostnaðurinn hefði átt að vera undir 20 milljónum.   „Fulltrúar T lista sitja hjá við atkvæðagreiðslu um viðauka við fjárhagsáætlun Þingeyjarsveitar 2015. Það er óviðunandi að fjáraustur til Þingeyjarskóla við Hafralæk fari svo gríðarlega fram úr áætlunum sem raun ber vitni. Fulltrúar T-lista minna á að þegar ákveðið var að flytja allt skólahald Þingeyjarskóla í starfsstöðina að Hafralæk var gert ráð fyrir að kostnaður endurbóta húsnæðisins yrði innan við tuttu

Litlir (plast)kassar

Mynd
Ég veit ekki af hverju en ég er merkilega heilluð af gjörningnum hans Almars. Ég er kona og hann er nakinn karl svo það væri auðvelt að ætla að það sé aðdráttaraflið en ég held ekki. Það er þá á einhverju ómeðvituðu plani. Hann er nógu ungur til að vera sonur minn svo... nei, andskotinn. Það bæri þá líka eitthvað nýrra við. Nektin er samt alveg örugglega stór hluti af aðdráttaraflinu, ég efast ekkert um það. Í byrjun þegar kassinn var tómur hafði ég miklar áhyggjur af því að hann fengi kannski ekkert að borða. Svo hafði ég áhyggjur af því að honum yrði kalt um nóttina. Þá áttaði ég mig á því að þessi, ungi, varnarlausi maður (já, nekt gerir fólk varnarlaust) í kassanum vakti hjá mér einhverjar móðurlegar kenndir. Það fannst mér áhugavert. Sennilega er það málið, alla vega miðað við athyglina; þessi gjörningur vekur upp kenndir hjá fólki.  Sumum finnst þetta asnalegt, sumir verða reiðir, flestir virðast heillaðir eins og ég. Tökum fyrir nektina. Af hverju þarf hann að ve

Ömurðar þjónusta 365

Við hjónin erum með net frá gamla emax sem 365 eiga núna. Frá því í vor er netið búið að vera rétt slarkandi en hræðilegt í nánast allt haust. Ég veit ekki hvað ég er búin að hringja oft, þrivsvar, fjórum sinumm. Það er búið að taka niður "þjónustubeiðni" alla vega tvisvar. Síðast bað ég um að það yrði hringt í manninn minn, hann er bóndi og yfirleitt heima. Um daginn kem ég úr tíma og sé að það hefur verið hringt í símann minn. Þá var klukkan orðin fjögur og satt best að segja þá hélt ég virkilega að maðurinn myndi hringja aftur. Ég virkilega hélt það eftir tvær þjónustubeiðnir og nokkur símtöl. Nei, það gerist ekki. Ég kem heim núna áðan og netið er ömurlegt að venju. Ég er kennari, nemendur mínir skrifa ritgerðir inni á google docs til þess að ég geti farið yfir þær, ég nota Kennsluvefinn mikið, ég er í fjarnámi sjálf í HÍ. Netið verður að vera í lagi. Þannig að ég er búin að fá nóg og hringi einu sinni enn í 365. Þar svarar Daníel. Ég segi Daníel að þetta sé ekki í la

"Af hverju kærirðu ekki?"

Mynd
Ég, eins og fleiri,   fór í uppnám í gær. Undanfarna daga hafa verið að birtast fréttir í fjölmiðlum um „meintar“ nauðganir á tveimur kvennemendum í Háskólanum í Reykjavík. Fréttirnar hafa allar verið á þá leið að brotin séu „gróf“ . http://www.pressan.is/Frettir/Lesafrett/nemandi-i-hr-grunadur-um-naudgun-a-tveimur-skolasystrum-sinum http://www.visir.is/grunur-um-naudgun-a-bekkjarskemmtun-hr/article/2015151109624   Í gær kastaði svo tólftunum þegar Fréttablaðið birti hrikalega frétt á forsíðu.   Þar var talað um íbúð „útbúna til nauðgana“ þar væru tæki og tól til ofbeldisverka og þeim hefði verið beitt við meintar nauðganir. Er það furða að almenningur fái áfall? Í lokin á þessari hryllingsfrétt, og þetta er svo sannarlega hryllingsfrétt, var tekið fram að ekki hefði verið farið fram á gæsluvarðhald yfir mönnunum. Það var þarna sem almenningur fékk nóg. Það er hægt að fara fram á gæsluvarðhald yfir fólki við hina smásmugulegustu glæpi en ekki þessum mönnum.

Facebook fréttamennska

Mynd
Fjölmiðlar eru iðulega kallaðir fjórða valdið og þá vísað til þess að þeim beri að hafa eftirlit með valdhöfum samfélagsins. Þá hafa fjölmiðlar einnig oft komið þeim sem minna mega sín til varnar og rétt þeirra hlut. En því miður þá standa og falla fjölmiðlar með því að þeir seljist. Það nægir að skoða lista yfir vinsælustu fréttir í nokkra daga til að átta sig á að vinsælustu „fréttirnar“ eru yfirleitt ósköp slúðurskenndar. Beittar fréttaskýringar eiga ekki mikið upp á pallborðið. Nú hafa netmiðlarnir að miklu leyti tekið yfir á fréttamarkaði. Þeir lifa á auglýsingatekjum og þurfa því talsverða netumferð daglega til að halda velli. Auðvitað freistast margir til að egna svokallaðar „smellbeitur“ til að fá sem flestar heimsóknir. Það er freistandi að álasa fjölmiðlum fyrir þetta en það er stundum erfitt að átta sig hvort kemur á undan, eggið eða hænan: Verða fjölmiðlar að vera með léttúðugan fréttaflutning því það er það sem lesendur vilja eða eru fjölmiðlar búnir að ala lesen

Stóra blöffið

Mynd
Sumir hlutir koma konu spánskt fyrir sjónir, að því virðist án skýringa. Svo heyrir kona kjaftasögu, sem gæti skýrt það sem áður virtist óskiljanlegt, reynist kjaftasagan sönn. Í upphafi skal tekið fram að efni umræddrar sögu, sem að sögn heimildarmanna er ,,altalað" hefur ekki verið staðfest. Kjaftasagan er svohljóðandi: Nýi stjórinn var beðinn um að sækja um stöðuna. Hann sótti um á síðustu stundu . Hann er í ársleyfi frá sínu fyrra starfi. Við skulum alveg hafa það á tæru að þetta er kjaftasaga og um hana gilda sömu forsendur og aðrar kjaftasögur. Ég vona auðvitað að þetta sé ekki satt en það er tvennt sem ýtir undir grunsemdir: Í fyrsta lagi ákvað sveitarstjórnin að sjá sjálf um ráðninguna á nýja stjóranum í stað þess að fá utanaðkomandi, óháðan aðila til þess. Það er mjög skrítið. Sérstaklega í ljósi þess að flutningur í eitt hús var langt í frá sársaukalaus aðgerð. Í öðru lagi dró sveitarstjórnin fram úr hófi að birta lista yfir umsækjendur og bi

The Winner takes it all

Mynd
Þann 15. okt.sl. var tekin fyrir á sveitarstjórnarfundi Þingeyjarsveitar „Sáttatillaga“ frá nokkrum Reykdælingum. Ég klóraði mér nú aðeins í höfðinu yfir þessu, satt best að segja. Samkvæmt minni málvitund er sáttatillaga aðeins gild þegar tveir (eða fleiri) sem hafa sama eða svipað vægi deila. Því fer órafjarri hér. Við skulum tala tæpitungulaust. Reykdælingar eru hinir sigruðu í þessari deilu. Fyrir það fyrsta eru Hafralækjarskóli og Litlulaugaskóli ekki sameinaðar stofnanir. Litlulaugaskóla var slátrað og leifunum sópað undir Hafralækjarskóla. Að sama nafnið hafið verið sett fyrst á báða skóla í vondu millispili breytir engu þar um. Bara svo það sé á hreinu; mér þykir sameining skólanna þarft skref. (Sameining, takið eftir.) Þegar tveir skólar eru sameinaðir þarf að hætta starfsemi í öðru húsinu, það liggur fyrir. Það liggur alveg jafnljóst fyrir að sá skóli sem missir húsnæðið stendur veikari að vígi. Það þarf að hafa í huga og bregðast við. Það var að sjálfsögðu ekki

En með hverjum viltu vinna?

Mynd
Það eru nokkrir hlutir sem mig langar að velta upp í framhaldi af síðustu færslu. Í bréfi sveitarstjóra til þeirra kennara sem voru í uppsagnarhættu segir:   Fram hefur farið samanburður á hæfi allra starfsmanna skólans. Eftir yfirferð gagna og þeirra upplýsinga sem fyrir liggja, bendir vinna sem farið hefur fram á vegum sveitarstjórnar vegna skipulagsbreytinga til þess að aðrir starfsmenn standi þér framar þegar kemur að því að ákveða hverjir muni áfram gegna störfum við Þingeyjarskóla.  Hvernig er hæfi kennara metið? Er ekki eðlilegast að skólastjóri eða helst óháður, utanaðkomandi aðili sitji í kennslustundum kennarans og meti færni hans við kennslu? Það var ekki gert.  Er ekki eðlilegt að starfsmenn séu látnir vita af því að hæfismat sé í gangi? Mér vitanlega var það aldrei nefnt. Nýi skólastjórinn nefnir ekki hæfismat í viðtali við 641.is , hann nefnir aðeins viðtöl. Á þessu tvennu er reginmunur. Nú má halda því fram að fólki megi vera það ljóst að um hæfis

"Með hverjum viltu ekki vinna?"

Mynd
Það er alltaf vont þegar þarf að segja upp fólki og eðlilegt að gera þá kröfu að til slíks sé vandað. Sérstaklega í fámennu sveitarfélagi þar sem atvinna hvað þá sérhæfð er ekki á hverju strái. Í vor þurfti að segja upp kennurum og stjórnendum við Þingeyjarskóla í Þingeyjarsveit. Til þessara uppsagna kom vegna sameiningar Þingeyjarskóla í eitt hús en hann hafði verið rekinn á tveimur starfsstöðvum frá 2012.   Samfélagið er smátt og nánast allir þekkja alla. Eðlilegast hefði verið (að mínu mati, um þetta má deila) að segja öllum upp og auglýsa svo þær stöður sem ætla mætti að þyrfti við eins-húss-skóla. Til að fyrirbyggja misskilning vil ég taka fram að ég hefði ekki sótt um, ég get illa hugsað mér að vinna hjá Þingeyjarsveit eins og sakir standa. En með því að auglýsa stöður þá hefðu fleiri getað sótt um og eðlileg (og tímabær) endurnýjun hefði getað átt sér stað. Ákveðið var að fara ekki þessa leið heldur segja upp skólastjóranum umfram lagaskyldu og ráða nýjan. Þrátt fy