Fjölskyldan fór til Billund um sumarið og vildi ég ráða einhvern til að aðstoða Þann-sem-ekki-má-nefna við búið og hafði samband við hann um það. Hann svarar: Þarna kemur fram að hann vill afsökunarbeiðni frá mér. Eins og áður sagði tel ég mig hafa haft fyllstu ástæðu til að reiðast. Ég tel einnig að þessi afsökunarkrafa snúist um það eitt að beygja mig í duftið og láta mig hlýða . Ég hef auðvitað verið vön að gera það til að halda friðinn. Og ég ætlaði m.a.s. segja að gera það í þetta skiptið líka. Hins vegar brá nú svo við þegar mér og Þeim-sem-ekki-má-nefna lendir saman að Marteinn sér tækifæri til að tala um sína líðan og samskiptin við Þann-sem-ekki-má-nefna. Marteinn er orðinn langþreyttur á frekjunni og yfirganginum. Það þarf allt að vinnast á forsendum Þess-sem-ekki-má-nefna og hann svarar iðulega með skætingi. Marteinn er búinn að missa alla ánægju af búinu og sér ekki aðra leið en að flytja frá Hálsi. Þetta gjörbreytir auðvitað stöðunni. Ég sé ekki ástæðu til
Frúin sem var flæmd frá Hálsi ásamt fjölskyldunni sinni.