Færslur

Sýnir færslur frá mars 3, 2019

Afsökunarkrafa

Mynd
Fjölskyldan fór til Billund um sumarið og vildi ég ráða einhvern til að aðstoða Þann-sem-ekki-má-nefna við búið og hafði samband við hann um það. Hann svarar: Þarna kemur fram að hann vill afsökunarbeiðni frá mér. Eins og áður sagði tel ég mig hafa haft fyllstu ástæðu til að reiðast. Ég tel einnig að þessi afsökunarkrafa snúist um það eitt að beygja mig í duftið og láta mig hlýða . Ég hef auðvitað verið vön að gera það til að halda friðinn. Og ég ætlaði m.a.s. segja að gera það í þetta skiptið líka. Hins vegar brá nú svo við þegar mér og Þeim-sem-ekki-má-nefna lendir saman að Marteinn sér tækifæri til að tala um sína líðan og samskiptin við Þann-sem-ekki-má-nefna. Marteinn er orðinn langþreyttur á frekjunni og yfirganginum. Það þarf allt að vinnast á forsendum Þess-sem-ekki-má-nefna og hann svarar iðulega með skætingi. Marteinn er búinn að missa alla ánægju af búinu og sér ekki aðra leið en að flytja frá Hálsi. Þetta gjörbreytir auðvitað stöðunni. Ég sé ekki ástæðu til

"Skuldin"

Mynd
Þá byrjar Sá-sem-ekki-má-nefna að tala um að hann eigi inni peninga hjá fyrirtækinu. Það var ekki rétt. Hann endurgreiddi Marteini, inn á hans einkareikning, meira en hann átti að gera vegna stofnunar fyrirtækisins. Það átti eftir að borga meira og hann skuldaði okkur alla vega einn reikning frá Lex. Við ræddum þetta þegar þetta gerðist í febrúar 2017 og hann samþykkti skuldajöfnun. Í lok júní tekur hann þetta upp aftur og man þá ekkert það sem við ræddum. Ég fer yfir þetta og sýni honum kvittanir í netbankanum. Það skal viðurkennt að á þessum tímapunkti náði ég skuldinni ekki upp í þessa upphæð enda löngu hætt að hugsa um þetta og búin að gleyma því.* Hann samþykkir það. Daginn eftir, 30. júní, byrjar hann aftur á þessu, að hann eigi inni peninga hjá okkur Marteini. Já, það fauk í mig. Í fyrsta lagi þá skulduðum við honum ekki neitt. Í öðru lagi að maðurinn sem var búinn að borða hádegismat hjá okkur daglega í sjö ár án þess að borga krónu, maðurinn sem var búinn að láta okkur

Slit sameignarfélagsins

Mynd
Þar sem samstarfið er sprungið er engin ástæða til að halda ferðaþjónustufyrirtækinu í gangi. Til að slíta félagi þarf að fara eftir ýmsum formsatriðum. Ársreikningur þarf að liggja fyrir og svo þarf að samþykkja á félagsfundi að fyrirtækinu verði slitið. Ég bið minn lögfræðing að nefna þetta við lögfræðing Þess-sem-ekki-má-nefna svo hann viti hvernig þetta þarf að vera. Svo væri náttúrulega frábært ef það væri til græja þar sem hægt væri að leita að svona upplýsingum. Og kannski e.k. upplýsingaveita sem skýrir svona lagað út. Ég skrifaði fundargerð þar sem segir: Félagsfundur í T... bræðrum sf. þann 5. 2. 2019.   Mættir: Marteinn  og H.   1.        Slit félagsins. Lagt til og samþykkt að félaginu verði slitið. Ákveðið að eigendur sjái sjálfir um slitin með aðstoð lögfræðinga sinna í vafamálum.   Samþykkt samhljóða.                                                                                                                         Marteinn skrifaði undir

Ef ég væri ákvæðaskáld

Mynd
Sunnlenskur bóndi sækir á bæ. Siðferðiskennd á pari' við hræ. Meðferðis beittan bakstunguhníf. Bölvaður sértu allt þitt líf!