Ég hef mjög gaman af teiknimyndasögum. Fyrir nokkru fór ég á útsöluna í Perlunni og keypti þá nokkra árganga af Tarzan sem og bækurnar um Alex sem Fjölvi gaf út hér á árum áður. Alex er ungur maður sem er fyrst þræll en losnar og kemst síðan í náðina hjá Sesar og er sendur út af örkinni í hin ýmsu ævintýri. Í einni af fyrstu bókunum kynnist hann ungum dreng sem heitir Enak og sá drengur verður hálfgerður fóstursonur hjá Alex og fer með honum út um allt. Allt í lagi, svona tvenndir eru mjög vinsælar, ber hæst Tinna og Kolbein, þá Ástrík og Steinrík og Sval og Val. Ég man nú ekki fleiri í augnablikinu. Samband Tinna og Kolbeins hefur nú alltaf verið dálítið duló, Tinnu aldrei við kvenmann kenndur og Kolbeinn á flótta undan einu konunni sem kemur fyrir í þessum sögum og sýnir honum áhuga. Þeir búa m.a.s. saman. Ástríkur og Steinríkur hafa nú orðið skotnir í einhverjum konum og Ástríki jafnvel kennt barn í eitt skipti, sem var samt auðvitað rangt. Svalur og Valur búa saman en Valur fór e