Færslur

Sýnir færslur frá júní 12, 2005
Jawohl!!! Ég fann sparifötin mín sem eru búin að vera týnd í eitt ár. Eða alveg frá því að ég kom heim úr fermingarveislunni í Svíþjóð í fyrra. Voru í töskunni sko.
Mynd
Fyrsti í sumarfríi. Ósköp er það ljúft að þurfa ekki að gera neitt. Ég hef nú samt gengið frá ýmsum endum í dag en það bara svo notalegt að hafa tíma til þess, you see. Fór í bankann og gekk frá ýmsum innheimtuaðgerðum varðandi húsfélagið og fékk svo eyðublað varðandi gjaldkeraskipti. Þarf auðvitað að skipta um gjaldkera í stigagangnum og formann húsfélagsins þegar ég fer í sveitina. Búin að sitja uppi með þessi embætti aaaalltooof lengi. Nýja merkið mitt sem sportar myndinni í miðjunni fær enn að hanga uppi en eitthvað er það samt krumpað. Leyfi nágrannanum að spá í þetta næstu vikuna þar sem ég mun vera í menningarreisu í París á meðan.
Afhjúpun Darth Vader í Return of the Jedi er mesta anti-climax kvikmyndasögunnar. Þessi svaka töffari og svo bara farlama gamalmenni undir grímunni. Hvað var George Lucas eiginlega að pæla? Hann er jafngamall ef ekki eldri en Obi-Wan Kenobi sem þjálfaði hann! Tómt rugl. Það er búið að rífa niður No Smoking merkið mitt. Ef þú vilt stríð elskan þá valdirðu alveg réttu manneskjuna í það.
Nú er ég búin að eyða einum og hálfum klukkutíma í að hreinsa hefti úr pappír. Ég á annað eins eftir ef ekki meira. Are we having fun yet?
Mynd
Ég hef mjög gaman af teiknimyndasögum. Fyrir nokkru fór ég á útsöluna í Perlunni og keypti þá nokkra árganga af Tarzan sem og bækurnar um Alex sem Fjölvi gaf út hér á árum áður. Alex er ungur maður sem er fyrst þræll en losnar og kemst síðan í náðina hjá Sesar og er sendur út af örkinni í hin ýmsu ævintýri. Í einni af fyrstu bókunum kynnist hann ungum dreng sem heitir Enak og sá drengur verður hálfgerður fóstursonur hjá Alex og fer með honum út um allt. Allt í lagi, svona tvenndir eru mjög vinsælar, ber hæst Tinna og Kolbein, þá Ástrík og Steinrík og Sval og Val. Ég man nú ekki fleiri í augnablikinu. Samband Tinna og Kolbeins hefur nú alltaf verið dálítið duló, Tinnu aldrei við kvenmann kenndur og Kolbeinn á flótta undan einu konunni sem kemur fyrir í þessum sögum og sýnir honum áhuga. Þeir búa m.a.s. saman. Ástríkur og Steinríkur hafa nú orðið skotnir í einhverjum konum og Ástríki jafnvel kennt barn í eitt skipti, sem var samt auðvitað rangt. Svalur og Valur búa saman en Valur fór e
Mynd
Það er komið nýtt fólk í húsið hjá mér sem er auðvitað í góðu lagi. Það reykir sem kemur mér að sjálfsögðu ekkert við. Nema hvað að það reykir á ganginum sem ég er ekki par hrifin af og tel mig bara vera í fullum rétti til að vera ósátt. Svo ég fór að leita að No Smoking merki sem ég gæti hengt upp (ég er sko formaður húsfélagsins) og fann ýmsar góðar myndir eins t.d. þessa. Þessi er dalítið góð líka En ég ætla ekki að hengja þetta upp. Bara svona með Vinsamlegast virðið rétt þeirra sem reykja ekki fyrir neðan.