Endast tölvumýs virkilega bara í eitt ár. Músin mín er byrjuð að hoppa út um allan skjá. Frekar óþægilegt þegar maður er búinn að koma bendlinum fyrir og smellir svo á eitthvað allt annað. Sá að einni færslunni hafði tekist að gefa sig út þrisvar sinnum. Undarlegt. Eyddi tveimur og bíð nú spennt eftir hvort henni takist að fjölfalda sig aftur. Er að hugsa um að kaupa The incredibles og eyða deginum við sjónvarpsgláp og át. Svo ætla ég að undra mig stórlega á því af hverju ég grennist ekkert.
Frúin sem var flæmd frá Hálsi ásamt fjölskyldunni sinni.