Færslur

Sýnir færslur frá mars 4, 2012

Þegar samúðin tekur völdin

Þann 20. okt. 2011 lagði meirihluti sveitarstjórnar Þingeyjarsveitar fram þá tillögu að sameina Litlulaugaskóla og Hafralækjarskóla. Fannst mörgum kominn tími til. Sumir hefðu viljað sjá enn frekari sameiningu, þ.e. að Stórutjarnarskóli væri með. Meirihlutinn vildi það ekki og verður hann að svara fyrir það. En sameining Litlulaugaskóla og Hafralækjarskóla væri þá alla vega fyrsta skrefið i vegferðinni. En svo byrjaði humm og ha. Í bókuninni er talað um ,,tvær starfsstöðvar” þótt Fræðslunefnd hafi lagt til að rekstur skólanna yrði kostnaðarreiknaður ,,annaðhvort” að Laugum eða Hafralæk og gerði þ.a.l. ráð fyrir að nýi skólinn yrði rekinn á einum stað. Þetta útskýrði skilningsríki meirihlutinn með því að fólk yrði að fá svigrúm til að vega og meta aðstæður.  Sérstaklega nýi skólastjórinn sem auglýst yrði eftir. Hann yrði auðvitað að fá tíma til að kynna sér aðstæður. Þá var myndaður starfshópur og meirihlutinn setti honum erindisbréf. Þar kom klárlega fram að engar breyt

Löngunarlausa kynlífið

Mynd
Þetta er líka löngunarlaus færsla, mig langar í rauninni ekkert að ræða þetta. Nýverið setti ég fram spurninguna; Af hverju nauðga þeir? Þar velti ég upp þeirri spurningu hvort verið gæti að ungar konur legðu stund á löngunarlaust kynlíf. Virðist mér á ýmsu að það sé því miður raunin. Fyrir rúmum áratug gekk yfir kynlífstískubylgja, ættuð beint frá kláminu, endaþarmsmök. Auðvitað var þetta í öllu finnanlegu klámi og ekki bætti úr skák að svokallað fræðslurit um kynlíf beitti sér ákaflega fyrir málefninu. Hvað fullorðnir samþykkir einstaklingar gera kemur mér ekki við. Ég er ekki að setjast í dómarasæti um kynhegðun fólks. Hins vegar er það bara ósköp einföld staðreynd að konur upp til hópa fíla þetta ekki. Það eru örugglega einhverjar sem fíla það og það er bara allt í lagi. En með örlítilli rannsókn á netinu kemur klárlega í ljós að oftast nær er þetta eitthvað sem konur gera , ,fyrir karlinn."  En það eru ekki fullorðnu konurnar sem ég hef áhyggjur af heldur ungling