Færslur

Sýnir færslur frá desember 28, 2014

Kennslufræðilegar spekúlasjónir

Mynd
Mig langar að bæta mig sem kennara. Það verður að viðurkennast að ég hef helst beitt útlistunaraðferðinni, stend uppi við tjaldið og renni í gegnum glærupakka. Svo legg ég fyrir verkefni til að neyða nemendur til að lesa. Draumurinn er að nemendur mæti undirbúnir í tímann og að umræður skapist. Sá draumur rætist sjaldan. Því miður finnst nemendum ekkert sérstaklega gaman að lesa, og það einskorðast ekki við minn skóla. Og hins vegar þá eru nemendur misáhugasamir um að tjá sig. Yfirleitt eru einn til tveir nemendur sem taka þátt í „umræðunum“. Það eru auðvitað ekki miklar umræður og aðrir nemendur geta upplifað kennslustundirnar þannig að kennarinn sýni sumum nemendum meiri áhuga en öðrum. Þá bendir Ingvar Sigurgeirsson á í bók sinni Litróf kennsluaðferðanna að það sé hálf tilgangslaust að eyða tíma í að staggla í gegnum bókina í tímum þegar nemendur eiga að lesa heima.* Það er tvennt sem kemur til að ég hef hangið á þessari aðferð: Þetta er hin hefðbundna kennsluaðferð og hún er

Jóla-karlremban

Mynd
Jólin, skv. nútíma túlkun og skilningi, ganga út á að fagna fæðingu frelsarans. Þetta eitt og sér er auðvitað mjög karllægt, karlímyndin Guð gefur mannfólkinu sinn eingetna son því til bjargar. Hins vegar hef ég alltaf litið á Jesú sem fyrsta femíníska kommúnistann svo, og ekki segja vinstri sinnuðum vinum mínum það, ég er alveg sátt við þetta Jesúdæmi allt saman. Það hefði lítið þýtt að senda hina eingetnu dóttur á þessum tíma. Jólunum fylgja aðrir karlar sem okkur þykja bæði skrítnir og skemmtilegir, nefnilega sjálfir jólasveinarnir. Sjálf hef ég lagt þeim lið undanfarið að læðast inn á heimilið og lauma gjöfum í skó barnanna. Einhverra hluta vegna finnst okkur fullkomlega eðlilegt að ala það upp í börnum okkar að skrítnir karlar séu ægilega skemmtilegir og hið besta mál að þeir séu að læðupokast inni á heimilunum á meðan aðrir sofa.  Það eru ekki bara jólasveinarnir. Nýverið sátum við mæðginin og horfðum á Kalla á þakinu . Þar á lítill drengur vin sem er frekar ókurtei