Færslur

Sýnir færslur frá mars 8, 2015

Endalaust fyndnir kynjabrandarar - eða ekki.

Mynd
Ég hef verið femínisti í tæp þrjátíu ár. Ég hef heyrt alla brandarana. Þeir eru misjafnlega útfærðir en í grunninn eru þeir eins. Gamlir og þreyttir. Ég brosi kurteislega af því ég veit að það er verið að reyna að espa mig og ég nenni ekki að elta ólar við það. Ég hef hins vegar verið kona alla ævi og ég hef aldeilis heyrt alla brandarana um það líka. Ég brosi ekki kurteislega að þeim bröndurum því þeir eru hættulegir. Þessir brandarar snúast um staðaltýpur og þær ákveðnu hugmyndir sem við höfum um það hvernig kynin eiga að vera. Nú hefur pólitísk rétthugsun verið við lýði árum og jafnvel áratugum saman. Við hugsum okkar tvisvar um áður en við segjum kynþáttabrandara, kynhneigðarbrandara eða trúarbrandara. En kynjabrandararnir, þeir eru alltaf jafn ógisslega fyndnir, er það ekki? Sítuðandi konan, alveg drep. Fatasjúku konurnar, hilarious. Konan sem eyðir öllum peningum eiginmannsins, geðveikt. Vitlausa konan sem fattar ekki að karlinn rígheldur framhjá henni. Nú, eða