mánudagur, maí 29, 2017

Vitur eftir á

Þann 20. maí síðastliðinn voru útskrifaðir 34 nýstúdentar frá Framhaldsskólanum á Laugum. Í skólaslitaræðu sinni kom skólameistari inn á stöðu framhaldsskólanna almennt en einnig sagði hann þetta:

Það er ekki sjálfgefið að skólahald verði á Laugum um aldur og ævi þrátt fyrir að það hafi verið hér lengi. Ein leið til að styðja við skólann er sú hugmynd að sveitarfélögin Þingeyjarsveit og Skútustaðahreppur ættu að sameinast um rekstur unglingadeildar grunnskólanna á Laugum í samvinnu við Laugaskóla. Ég hugsa reyndar að sveitastjórnirnar og þá væntanlega meirihluti íbúa deili ekki þessari sýn með mér. Enda er hún kannski hugsuð út frá hagsmunum Laugaskóla, þó svo að ég haldi að hagsmunir Laugaskóla og sveitarfélaganna hljóti óneitanlega að fara saman.

Þegar sameining Litlulaugaskóladeildar og Hafralækjarskóladeildar undir eitt þak var í burðarliðum voru margir (aðallega á skólasvæði Litlulaugaskóladeildar) sem bentu á þá hættu að fjara myndi undan Framhaldsskólanum á Laugum ef sameinaður skóli yrði staðsettur í Aðaldal. Ég viðurkenni fúslega að ég óttaðist það ekki enda hélt ég að flestir nemendur kæmu annars staðar frá. En reyndin er greinilega sú að nemendur á Laugum var grunnstoð skólans. 
Ég tek heils hugar undir með skólameistara þegar hann heldur að hagsmunir Laugaskóla og sveitarfélaga fari saman. Hvernig fer fyrir Þingeyjarsveit t.d. ef þessi "stóriðja" fer?
Þá er tvennt sem ég velti fyrir mér og verð að varpa fram:

1. a) Eru nemendur Þingeyjarskóla ekki að skila sér í Laugaskóla með sama hætti og nemendur Litlalaugaskóla gerðu og b) ef svo er af hverju ekki?

2. Ef forsvarsmenn Laugaskóla telja að það skipti máli að unglingadeild sé rekin á Laugum af hverju í ósköpunum lögðu Laugaskólamenn ekkert til umræðunnar á þeim tíma sem verið var að flytja skólann í burtu?






Færsla Lögreglunnar á Norðurlandi eystra

Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...