Færslur

Sýnir færslur frá febrúar 26, 2017

Á listin að gjalda mannsins?

Mynd
Eitt af því fyrsta sem mér var kennt í bókmenntafræðinni forðum daga var að höfundurinn væri dauður. Roland Barthes gaf út formlegt dánarvottorð 1967 í grein sinni  La mort de l'auteur.  Greinin var þýdd og gefin út í greinasafninu Spor í bókmenntafræði 20. aldar sem ég keypti og las auðvitað samviskusamlega.  Kenningin gengur út á það að ekki eigi að greina verk ævisögulega, þ.e. að ævi og persóna höfundarins skipti litlu sem engu máli þegar kemur að túlkun verksins. Í bókmenntafræðinni horfðum við á myndina The Fearless Vampire Killers sem Roman Polanski leikstýrði og lék í. Myndin gerir grín að blóðsugusögum og -bíómyndum og mér þótti hún frekar fyndin á þeim tíma. Á þessu bókmenntafræðilega hryllingsskeiði horfði ég líka á Rosemary's baby og fannst hún góð sem slík. Á þessum tímapunkti, um miðjan tíunda áratuginn, var það ekki í einhverju hámæli að Polanski hafði nauðgað ungri stúlku. Ég hreinlega man ekki hvort ég vissi um það eða hvort það var gert líti