Færslur

Sýnir færslur frá maí 15, 2016

Hvers vegna breytist ekkert?

Mynd
Undanfarið hafa Íslendingar séð glitta í rotinn og ógeðslegan heim frændhygli og sérgæsku bak við tjöld stjórnmálanna. Svona hefur þetta verið lengi og flestir vitað það en einhverra hluta vegna hefur ekki tekist að hreinsa til. Alls konar lög og reglur hafa verið sett en það ekki dugað til. Ástandið virðist jafnvel versna ef eitthvað er. Stjórnarhættir hér í míkrókosmósinu Þingeyjarsveit hafa lengi truflað mig og ég hef bæði reynt að benda á það sem ábótavant er og jafnvel reynt að laga það með einstaklingsframtakinu en hvorki gengur né rekur. Enda finnst mér afskaplega vont að það þurfi einstaklingsframtakið til, að einstaklingurinn, í þessu tilfelli ég, þurfi að leggja sjálfan sig að veði. Ég skal nefna dæmi til að skýra þetta nánar. Þegar ég sat í sveitarstjórn 2010-2014 hringdi ég margoft í Samband íslenskra sveitarfélaga . Fyrir utan eitt skipti fékk ég aldrei skýr svör. Mér fannst og finnst enn með ólíkindum að hægt sé að sameina tvo grunnskóla í sveitarfélagi undir

Auglýsingaskylda starfa

Mynd
Þar sem mér er mikið í mun að farið sé að lögum og reglum þá langar mig að benda meirihluta sveitarstjórnar Þingeyjarsveitar á þá meginreglu að auglýsa skuli öll ný störf. Sú lagagrein sem stuðst er við er vissulega að finna í Lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, 7. gr. en Hafsteinn Dan Kristjánsson, aðstoðarmaður umboðsmanns Alþingis og aðjúnkt við lagadeild Háskóla Íslands segir í grein sinni Ráðningar í opinber störf1: 2.1.3.3 Auglýsing starfa hjá sveitarfélögum Um ráðningu annarra starfsmanna sveitarfélaga en framkvæmdastjóra gilda 56. og 57. gr. svstjl. Samkvæmt síðarnefnda ákvæðinu fer um réttindi, skyldur og starfskjör starfsmanna eftir kjarasamningi. Við könnun á auglýsingaskyldunni og atriðum tengdum auglýsingu verður því að horfa til kjarasamnings hvers sveitarfélags. Skylda til að auglýsa starf laust getur einnig verið fyrir hendi samkvæmt samþykktum sveitarfélags. Þótt ekki sé kveðið á um auglýsingaskyldu í þessum heimildum ber að hafa í hug