Færslur

Sýnir færslur frá júní 12, 2016

Kona fer í rusl

Mynd
Ég er vissulega búin að búa hér á mörkum hins byggilega heims í næstum ellefu ár og vissulega hef ég komið við á gámasvæðunum nokkrum sinnum en almennt hefur eiginmaðurinn séð um að koma ruslinu í lóg. Hins vegar liggur þannig á ferðum frúarinnar í sumar að hún ekur, nánast daglega, fram hjá gámasvæði. Eiginmaðurinn hefur tekið upp á þeim óskunda, vafalaust með einhverjum duldum meiningum í leiðinni, að setja heimilisruslið í frúarbílinn. Frúin á því um lítið að velja en að koma við á gámasvæðinu og henda ruslinu. Eða anga.  Í morgun kom ég við á gámasvæðinu einu sinni sem oftar. Við reynum auðvitað að vera eins umhverfisvæn og við frekast getum og setjum blöð og pappír beint í pappakassa sem við fáum undir mjólkurpóstinn. Í morgun lagði ég og henti stóra pokanum með heimilissorpinu í næstum fullan almenna gáminn. Hneykslaðist óskaplega á öllum pappakössunum sem voru þar. Svo trítlaði ég að hinum gámnum með pappakassann minn og byrjaði að tína eitt og eitt snitti inn um litlu raufi