miðvikudagur, mars 20, 2019

Leikþáttur

Ég verð að segja eins og er að mér finnst lágmark að fólk sem er að heimta að ég hætti að blogga, af því að bloggið mitt er svo ægilega voðalegt, lesi bloggið.
Ef þú nennir ekki að lesa bloggið hvaða máli skiptir það þá?

Þann 28. febrúar sl. birti ég færsluna Fáránleg staða. Í þeirri færslu segir:

Sá sem semur fyrr fær meira. Þegar annar er búinn að selja þá þurfum við ekki að kaupa hinn út.*

*Ekki bara á lægra verði. Við getum beinlínis sleppt því að kaupa hinn út. 

Þannig að ef þið læsuð bloggið, eins og þið þykist gera og eruð svo niðurbrotnir yfir, þá hefðu þessar upplýsingar ekki átt að koma ykkur á óvart.
Hins vegar veit sérmenntaði maðurinn þetta auðvitað.
Þá fékk sá sérmenntaði bréf þann 11. júní sl. með hinum upplýsingunum sem hann þóttist bara ekkert kannast við. Ég veit með fullri vissu að hann fékk bréfið því hann svaraði því.
En leikþátturinn var sannfærandi. Skil ekki tilganginn með honum en vel leikið engu að síður.





Mjög gott að vita að sumir vilja það nákvæmlega sama og hinn. Þá vill hann ekki meira og engin ástæða að reyna að bjóða í hann.

PS. Fleygur er aðeins rekinn á milli einhvers sem er samloðandi. Ef menn standa ekki saman þá er ekki hægt að reka fleyg á milli þeirra, það er rökvilla. Kannski velja eina sögu og halda sig við hana.


PPS. Við hefðum ekki gert þetta, við héldum að þetta væri ólöglegt (og höldum reyndar enn.)

þriðjudagur, mars 19, 2019

Varðandi bloggið


Okkur fóru að berast sögur og frásagnir um ástandið á Hálsi sem voru ekki í neinu samræmi við raunveruleikann. Reyndist H hafa farið á bæi og/eða rætt við sveitunga og sagt sína sögu, algjörlega á sínum forsendum og fegrað sinn hlut verulega.
Vissulega gætum við farið á milli bæja líka og sagt söguna út frá okkar forsendum á bak við luktar dyr. Hins vegar finnst okkur heiðarlegra að vera með málflutninginn opinberan og skriflegan, studdan gögnum. Skrifleg frásögn breytist ekki í meðförum, hún breytist ekki eftir því hvernig vindar blása eins og munnleg frásögn.*
Vissulega vita sveitungar okkar um hvern ræðir.  Þetta sama fólk hefur líka heyrt hans frásögn af atburðum. Fyrir utan það brotabrot sem í okkur hefur verið borið, og hefur reynst rangt,  vitum við ekki hvernig hann segir söguna. Hann veit hins vegar nákvæmlega hvernig við segjum söguna.
Að hafa frásögnina skriflega auðveldar gagnrýnendum að rýna frásögnina og bera á móti.
Það er auðvelt að stofna blogg og geta bæði H og G stofnað sitt eigið blogg og mótmælt því sem við erum að segja.
Hins vegar hefur frásögninni sem slíkri aldrei verið mótmælt. Því hefur aldrei verið haldið fram að rangt sé meðfarið.** Megin áhersla hefur verið lögð á að frásögnin hverfi, að við þegjum. Af hverju skyldi okkar hlið ekki mega heyrast?


* Kosturinn er sá að fólk er farið að taka eftir að hann er tví-, þrí- og fjórsaga.
** Reyndar nefnt en ekki hvað væri rangt. Mér vitanlega og skv. bestu samvisku er rétt með farið sbr:





mánudagur, mars 18, 2019

Sorg

Fyrir níu árum síðan setti ég aleigu mína í óseljanlegt hús hér á Hálsi. Ég vissi það fullvel að hér bjó fjölskylda Marteins og að ég gengi hér inn í aðra fjölskyldu. Hér var hans arfleifð, hans líf.
Í sjö ár var H. heimagangur á heimili mínu, sat við matarborðið okkar, borðaði matinn okkar, lék við drengina okkar. Í sjö ár hélt ég að H væri vinur minn. Já, ég hélt það virkilega og mér þótti vænt um hann sem frænda barnanna minna.
Þegar okkar lendir svo saman út af smotterí, eins og iðulega gerist í samskiptum fólks, þá er eins og stungið hafi verið á kýli. Heiftin og hatrið sem vellur frá manninum er ótrúlegt. Ég veit ekki hvaðan á mig stendur veðrið. Það er augljóst að þetta hefur grasserað í lengri tíma. Allt í einu stend ég frammi fyrir þeirri staðreynd að maðurinn sem ég hélt að væri vinur minn, maðurinn sem hefur hampað og hossað börnunum mínum og hefur deilt hér með okkur gleði og sorgum, fyrirlítur mig. Hversu lengi hefur þetta varað? Hversu lengi hefur hann verið heimagangur hjá okkur með hatrið kraumandi?
Ég er núna fyrst að átta mig á hversu mikið áfall þetta var mér. Og í rauninni höfum við verið að ganga í gegnum sorgarferli. Einn úr fjölskyldunni er horfinn. Marteinn syrgir bróður sinn. Við vitum ekki hvaða maður þetta er sem er hér út um allt og allt um kring en þetta er ekki bróðir Marteins, frændi drengjanna og svo sannarlega ekki vinur minn. Við söknum þess manns. Við syrgjum hann.


Viðbrögð vinafólks hans og ættmenna þeirra beggja var mér líka áfall. Það er ekkert launungarmál úr því sem komið er að mér leiddust þessar langdvalir. Þetta er ekkert vont fólk og mér líkaði ekki illa við þau en mér fannst þau vera hér lengi og já, ég upplifði ákveðna tilætlunarsemi. En ég ákvað að það væri í lagi, Marteins vegna. Þetta eru jú ættingjar hans líka.
Þegar "deilan" hófst þá fannst mér fyrst eins og þau vildu að aðilar sættust. En viðbrögðin við sáttamiðlaranum voru slík að mér hefði ekki brugðið meira að fá kalda tusku í andlitið. Við vorum að "þvinga hann til sátta." Það var tekin afgerandi afstaða með honum og við vorum greinilega vonda fólkið í þessu. Ég átta mig á því núna að auðvitað er þetta hrein og klár hagsmunagæsla. Ef þau lenda upp á kant við H. þá missa þau ókeypis sumardvalarstað, hvort sem það er hér eða á R. En við skulum átta okkur á að ég skrifaði greinargerðina eftir þessi viðbrögð og afgerandi afstöðu. Mér getur nefnilega líka sárnað.
Og mér finnst þetta sárt. Mér finnst sárt að sumu fólki finnist virkilega að Marteinn eigi það ekki skilið að vera bóndi á Hálsi. Marteinn hefur verið hér alla tíð og staðið sína plikt. Hann hefur verið hér og haldið hlutunum gangandi á meðan hinir bræðurnir hafa verið að lifa og leika sér út og suður.
Mér finnst líka sárt að þessu sama fólki finnist synir Marteins ekki eiga tilkall til arfleifðar sinnar og reyna að hrifsa hana frá þeim. Þykist í öðru orðinu vilja þeim allt hið besta en reyna í hinu að flæma þá í burtu.
Auðvitað er þetta bæði sárt og vont. En núna vitum við hvar við stöndum. Við vitum hverjir eru vinir okkar. Það er alltaf gott að vita það.


Farðu og finndu hamingjuna.
Þín hamingja býr ekki hér.

sunnudagur, mars 17, 2019

Hluthafafundurinn

18. október 2017 er haldinn hluthafa- og stjórnarfundur í Hálsbúi ehf. H. þverneitaði að selja og stefndi allt í að rifta yrði félaginu svo meirihlutinn færi í lögfræðikostnað. Núna vill hann selja allt bara alls ekki, undir neinum kringumstæðum, aldrei að eilífu, okkur.
Á þessum tímapunkti þvertók H. fyrir það að hann hafi sagst vera búinn að leigja út húsið, aðeins hafi komið fyrirspurn. Þessi fullyrðing var nú samt kornið sem fyllti mælinn hjá okkur hjónum og nú kannast hann ekkert við þetta.


H. fullyrti líka að A. og HH. væru tilbúin í makaskipti við okkur. Aðspurð sagði A. að þetta væri hugmynd sem hún hefði velt upp í samtali við H. Ekki var búið að tala við HH. og reyndist hann ekki hafa áhuga á slíkum skiptum. Samt var fullyrt. Eins og svo oft áður.
Á hluthafafundinum var einnig reynt að fá H. til að borga leigu fyrir Gamla bæ. Hann þverneitaði því, telur húsnæðið óíbúðarhæft. Ætlar samt að búa í því. Sagði hins vegar að leigutekjur fyrir Suðurbæ, yrðu þær einhverjar, myndu ganga til Hálsbús. Var þá ekki gengið frekar eftir leigu fyrir Gamla bæ þar sem þetta er ritað í fundargerðarbók og undirritað af honum sjálfum og öðrum fundarmönnum.

S, lögfræðingur G. kom með honum og var fundarstjóri á fundinum sem haldinn var í Gamla bæ. Þegar þeir komu til baka sagði hann si sona: “Það er ekki skemmtilegt að búa við þetta.” Þetta væri kannski í lagi ef það væri bara “ekki skemmtilegt.” Þetta er bara miklu verra. Þetta er þrúgandi og eitrað og okkur líður öllum illa. Drengjunum okkar líka og það er verst.

Suðurbærinn var leigður út í tvo mánuði og kom eitthvað af þeirri leigu til Hálsbús. Síðan hefur Sá-sem-ekki-má-nefna búið ókeypis í Gamla bæ. Situr þar einn að eigum foreldra þeirra og læsir húsinu fyrir öðrum þegar hann er ekki heima. Hann á 1/3 í félagi sem á þetta hús. Hann á ekki húsið. Hann er ekki með leigusamning um þetta hús. Hann hefur engan rétt til þess að leggja það undir sig.

Á morgun: Sorg.


Þú ert ekki hamingjusamur hér. Farðu og finndu hamingjuna.




Færsla Lögreglunnar á Norðurlandi eystra

Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...