Ferðaþjónustan

Ég sá um alla fyrirtækjastofnunina og sótti um öll leyfi sem til þurfti. Þá stofnaði ég og setti upp airbnb síðuna og svaraði þar öllum fyrirspurnum. Ég setti líka upp facebook síðu og auglýsti gistinguna og borgaði svokallað “boost” úr eigin vasa. Hvert einasta skref var tekið með erfiðismunum. Sá-sem-ekki-má-nefna er eins og áður sagði gríðarlegur besserwisser og veit allt og kann allt best. Hann vildi að lágmarksdvöl gesta væri fjórar nætur og átti nóttin að kosta 40 þúsund krónur. Einhverra hluta vegna átti lengri dvöl að þýða minna slit á húsinu! Þetta gat hann aldrei rökstutt. Bara fullyrti.* Við höfðum þetta svona fyrst í stað á síðunni og fyrir utan eina fyrirspurn kom engin bókun og lítið skoðað. Að lokum samþykkti hann, eftir að ég ýtti eftir því svo það sé viðurkennt, að lágmarksdvöl væri ein nótt og kostaði ca. 22 þúsund** en honum fannst hann greinilega vera að gefa eftir og var ósáttur. En eftir þessa breytingu fóru bókanir að berast og sumarið var nánast uppb