Færslur

Sýnir færslur frá febrúar 24, 2019

Ferðaþjónustan

Mynd
Ég sá um alla fyrirtækjastofnunina og sótti um öll leyfi sem til þurfti. Þá stofnaði ég og setti upp airbnb síðuna og svaraði þar öllum fyrirspurnum. Ég setti líka upp facebook síðu og auglýsti gistinguna og borgaði svokallað “boost” úr eigin vasa. Hvert einasta skref var tekið með erfiðismunum. Sá-sem-ekki-má-nefna er eins og áður sagði gríðarlegur besserwisser og veit allt og kann allt best. Hann vildi að lágmarksdvöl gesta væri fjórar nætur og átti nóttin að kosta 40 þúsund krónur. Einhverra hluta vegna átti lengri dvöl að þýða minna slit á húsinu! Þetta gat hann aldrei rökstutt. Bara fullyrti.* Við höfðum þetta svona fyrst í stað á síðunni og fyrir utan eina fyrirspurn kom engin bókun og lítið skoðað. Að lokum samþykkti hann, eftir að ég ýtti eftir því svo það sé viðurkennt, að lágmarksdvöl væri ein nótt og kostaði ca. 22 þúsund** en honum fannst hann greinilega vera að gefa eftir og var ósáttur. En eftir þessa breytingu fóru bókanir að berast og sumarið var nánast uppb

Fáránleg staða

Mynd
Eins og lesendur hafa kannski tekið eftir þá hef ég verið að endurbirta, lítillega uppfærða, greinargerð sem hefur verið aðgengileg á netinu frá því 7. júní í fyrra. Ég vakti reyndar ekki athygli á henni fyrr en í október eftir kattamálið og fékk hún talsverðan lestur þá.  Vegna þessarar endurbirtingar er núna verið að reyna að setja mér einhverja úrslitakosti. Það sem er nú kannski merkilegast við það er sú staðreynd að þetta er greinargerðin sem viðkomandi dreifði sjálfur út um allt í nóvember 2017.  Það eru ekki margar konur svo æðislegar að m.a.s. þegar menn hata þær þá vilja þeir samt búa sem næst þeim og gera allt til að svo verði sem lengst. En út á nákvæmlega það ganga þessir afarkostir. Ég verð að segja eins og er að þessi staða er einhver sú fáránlegasta sem ég hef upplifað og er þó orðin eins gömul og á grönum má sjá. Meðeigendurnir fullyrða báðir að þeir vilji selja. Við viljum kaupa. Peningarnir liggja í bankanum og bíða eftir að verða borgaðir út

Fifty-fifty

Mynd
Ég kvartaði við H. undan því að hann væri að hagnast á húsinu á sama tíma og ég sá Martein varla því hann var alltaf í vertöku fyrir búið. Best að taka fram að launin hans hækkuðu ekkert þótt hann ynni myrkranna á milli og sást ekki heima hjá sér. Þá stakk H. upp á því að við myndum hækka launin hjá Marteini. Við gerðum það einn mánuð en ekki lengur því við vildum ekki að launaskuld H. yrði meiri en Marteins og hann gæti sölsað undir sig stærri hlut í búinu. Vegna þessarar útleigu H. sótti ég það stíft að við myndum stofna ferðaþjónustufyrirtæki utan um suðurbæinn. H. var mjög tregur til og samþykkti það ekki fyrr en ég stakk upp á að Marteinn ætti það með honum en ekki ég. Þá samþykkti hann það loksins. Hann samþykkti einnig að ég yrði framkvæmdastjóri fyrirtækisins. Ég talaði alltaf um að ég fengi laun og hann fengi leigu fyrir húsið sem væri sú sama og launin svo myndu þeir tveir skipta hagnaði. Hann einn fengi því 50% og við tvö 50%. Þetta samþykkti hann allt saman. Hann æt

Ættingjarnir

Mynd
Frá og með sumrinu 2015 hefur frændfólk þeirra bræðra komið til sumardvalar. Það er ungt par með fjögur börn. Með þeim voru um tíma kærasti elstu dótturinnar, hálfsystir konunnar og kærasti hennar og vinkona konunnar og kærasti hennar. Stundum kemur eldri systirin líka með sitt barn. Geta því verið allt frá 5 og upp í 13 manns þegar mest er. H. hringir í mig og spyr hvort það sé ekki í lagi að fólkið borði hjá okkur. Ég segi já við því enda í góðu sumarfríi sem kennari og laga alltaf mat í hádeginu hvort sem er. Hins vegar gerði ég ekki ráð fyrir því að við Marteinn ættum að bera allan kostnað af matnum líka en það hefur reynst tilfellið. Kom það berlega í ljós þegar ég slysaðist til að leggja til að keyptar yrðu pizzur í Dalakofanum sem reyndust kosta 18 þúsund krónur ofan í hópinn og engum datt í hug að leggja í púkkið. Það er vaninn í minni fjölskyldu að fólk leggi til með sér og átti ég ekki von á neinu öðru. Marteinn hefur ekki viljað taka þetta upp því hann bendir á að þau h

Þættinum hefur borist bréf

Mynd
Gagntilboð mitt er þetta: Seldu okkur og ég skal taka allt út. Ég skal m.a.s. sleppa því að tilkynna vini þína. Vinsamlegast athugið að tilboðið rennur út 5. mars klukkan 16:18. Er hatrið á mér meira virði en vináttan?

Suðurbærinn

Mynd
Haustið 2013 var orðið ljóst að föðurbræðurnir, Helgi og Hrólfur, höfðu fengið nóg af jarðvistinni og hugðu á brottför. Hrólfur hafði gert erfðaskrá þar sem hann arfleiðir þau systkini; Martein, A., H.H. , G. og H. að sínum eigum. (Gunnarsbörn.) Helgi hafði hins vegar ekki gert neina erfðaskrá. Ákveðið var að tryggja að eignarhald húss þeirra, svokallaður suðurbær, færi ekki út um víðan völl. Lögerfingjar Helga voru bræður hans og börn þess er var látinn. Leggur H. til að hann fái húsið. Eitthvað var það rætt, enda ekki eðlilegt að hann fái hús upp í hendurnar, en hann fullyrti að Marteinn myndi njóta góðs af ráðstöfuninni. Skildi ég þessa ráðstöfun á þann hátt að H. flytti í suðurhúsið og Gamli bær, húsið sem búið á, yrði notað undir ferðaþjónustu. Ég er ekki ein um þennan skilning, Marteinn og A. skildu þetta einnig svona. H. greiddi ekki krónu fyrir húsið. Útbúið var afsal og talað um skuldabréf en það skuldabréf var aldrei útbúið. Þeir bræður þrír eignuðust Hálsbú á sí

Formáli

Mynd
Hvar á að byrja langa og leiðinlega sögu? Hvar er byrjunin? Hvar er upphafið? Ég get svo sem aldrei sagt hana öðruvísi en eins og hún snýr að mér svo ég hef hana þar sem ég kem inn í hana. Við Marteinn kynntumst 2006. Þá voru foreldrar hans, Gunnar og Tóta, föðurbræður, Helgi og Hrólfur, og G. bróðir hans enn á Hálsi. H.bróðir hans var ekki. Á þessum tíma var hann í sambandi með konu og fór með henni utan. Marteini fannst ekki gott að vinna með G., hann var verklítill og gat ekki gengið til allra verka, gat t.d. alls ekki mjólkað. Marteini fannst hins vegar gott að vinna með H. hann var röskur og duglegur og Marteinn saknaði hans. Fljótlega eftir að við kynnumst sagði Marteinn mér að hann vildi deyja á þúfunni sinni. Ég vissi því að hverju ég gekk, ef ég vildi eyða ævinni með þessum manni þá myndi ég eyða henni á Hálsi. Ég gekk að því enda auðvelt val. Árið 2010 fluttum við á Háls í nýja húsið okkar, stundum kallað Villa Nova. Illseljanlegt hús sem við höfðum bæði lagt al