Færslur

Sýnir færslur frá desember 4, 2022

Froskur útgáfa

Mynd
 Eins og dyggir lesendur vita þá er ég mikill myndasöguaðdáandi. Þess vegna hef ég verið mjög hrifin af Froski útgáfu og er að safna innbundnu Tinnabókunum.  Núna á Froskur 10 ára afmæli og er í tilefni af því að selja tilboðspakka með talsverðum afslætti. Þar sem ég bý úti á landi þá skoða ég alltaf sendingarkostnaðinn, tilboð eru iðulega alls ekki jafngóð tilboð og þau virðast vera þegar sendingarkostnaðurinn bætist ofan á. Mig langar auðvitað í marga pakka en verður úr að ég panta bara Lukku Láka pakkann upp á 10.767,- kr. Afslátturinn er  sagður 45%. Ég skoða sendingarkostnaðinn sérstaklega eins og ég geri alltaf. Þar segir að "sendandi greiði við móttöku"  Vissulega skringilega orðað en engu að síður stendur beinum orðum að "sendandi greiði." Þá er einnig útlistað, eins og sést á skjáskoti, hvernig greiðslu fyrir aðrar sendingar er háttað og gefin upp verð. Mér finnst ekki óeðlilegt að ætla að inni í tilboðspakkanum sé tilboð á sendingu.  Í dag fæ ég tilkynnin