Færslur

Sýnir færslur frá mars 18, 2012

Að auglýsa stöður

Ég er þeirrar skoðunar að auglýsa eigi flestar (helst allar ) stöður innan sveitarfélagsins. Mér er ljóst að margir eru ósammála mér í því og nota rök á við: ,,Það þarf að þekkja til samfélagsins." Ég vísa því á bug. Hvað þýðir þetta: Að þekkja til samfélagsins? Þýðir það ekki einfaldlega að þekkja valdahlutföllin? Að rugga ekki bátnum?  Viljum við búa í svoleiðis samfélagi? --> Fólk flytur burt í stórum stíl því miður svo það er skiljanlegt í slíku samfélagi að vilja halda þeim sem eru. Þess vegna m.a. eru stöður iðulega ekki auglýstar. Þá eru líka notuð trikk eins og að búa fyrst  til hlutastarf sem þarf ekki að auglýsa og svo þegar ,,réttur” einstaklingur er kominn í starfið þá er það stækkað.  Þegar stöðurnar eru auglýstar þá eru kröfurnar klæðskerasniðnar að viðkomandi. Stundum vantar ekkert nema að umsækjandi eigi að heita þessu nafni. Samt kemur fyrir að utanaðkomandi sækir um og hefur kostina til að bera. Þá er honum samt hafnað , skaðabæturnar greinilega ásætta

Til glöggvunar

Nýverið birti fréttavefurinn 641.is frétt um stofnfund Fundafélagsins . Á fundinum var rætt um skólasameininguna og fluttu starfandi skólastjórar erindi.  Ég mætti ekki á þennan fund, vissi ekki að þetta væri umræðuefnið en skv. fréttinni fannst fundarmönnum ýmislegt óskýrt. Kemur það mér ekki á óvart. Vil ég hér reyna að skýra það sem hægt er að skýra. Fram kemur að;  ,,Þó er álitamál um "starfsstöðvar", þ.e. hvort greiða eigi akstur fyrir kennara."  Nei, það er ekki nokkurt álitamál. Það ber að greiða kennurum fyrir að akstur á milli starfsstöðva. Mögulega má dekka það þannig að kennarinn mæti bara á annan staðinn þann daginn og á hinn þann næsta en um leið og hann þarf að keyra á milli ber að borga honum fyrir það. Þá segir: ,,Skipulagning stundatöflu og skóladagatals ætti að geta orðið sameiginleg hjá skólunum fyrir næsta skólaár. Það myndi óhjákvæmilega þýða að lengja þyrfti skóladaginn ef ákveðið væri að efla samstarf bekkja milli starfsstöðva