Ég er þeirrar skoðunar að auglýsa eigi flestar (helst allar) stöður innan sveitarfélagsins. Mér er ljóst að margir eru ósammála mér í því og nota rök á við: ,,Það þarf að þekkja til samfélagsins." Ég vísa því á bug. Hvað þýðir þetta: Að þekkja til samfélagsins? Þýðir það ekki einfaldlega að þekkja valdahlutföllin? Að rugga ekki bátnum? Viljum við búa í svoleiðis samfélagi?
Auðvitað er þetta ekki algilt en gerist of oft.
Það er ekki það að ég skilji ekki hugsunina á bak við þetta. Þessa þörf fyrir að vernda það sem þó er til staðar. Það er hins vegar fullvissa mín að þegar til lengdar lætur þá verður þetta innanmein banabiti samfélagsins.
Það er ekki það að ég skilji ekki hugsunina á bak við þetta. Þessa þörf fyrir að vernda það sem þó er til staðar. Það er hins vegar fullvissa mín að þegar til lengdar lætur þá verður þetta innanmein banabiti samfélagsins.
Í fyrsta lagi þá erum við ekki að fá hæfasta fólkið í
stöðurnar. (Vissulega kemur það fyrir að sá hæfasti eða mjög hæfur fær stöðuna í handvalinu en myndi viðkomandi ekki fá hana hvort eð væri?)
Í öðru lagi þá sitja ekki allir sveitungarnir við þetta borð. Það
eru bara ,,réttu” sveitungarnir sem njóta þessara vildarkjara. Þegar fólk
horfir upp á það árum saman að sumir fái alltaf bestu bitana á meðan aðrir eru
úti í kuldanum þá ríkir ekki mikil samstaða né ánægja í samfélaginu.
Stefán Jón Hafstein segir í grein sinni Rányrkjubú:
Hér glímum við ekki bara við það að pólitískum
venslamennum er hyglað – smátt og smátt læra hinir að ekkert þýðir að bjóða
fram krafta sína. Við fáum ekki bara kerfi sem upphefur þá löku heldur rekur
burt þá hæfu. Niðurstaðan er rökrétt: Öll pólitík verður persónupólitík. Ef til
vill er höfuðgallinn við kenninguna um frjálshyggjuhrunið að gleyma þessu
grundvallaratriði í íslenskri stjórnmálamenningu: Hún er óskiljanleg ef menn
vita ekki hver er hvurs og hvurs er hvað.