Ég er þeirrar skoðunar að auglýsa eigi flestar (helst allar ) stöður innan sveitarfélagsins. Mér er ljóst að margir eru ósammála mér í því og nota rök á við: ,,Það þarf að þekkja til samfélagsins." Ég vísa því á bug. Hvað þýðir þetta: Að þekkja til samfélagsins? Þýðir það ekki einfaldlega að þekkja valdahlutföllin? Að rugga ekki bátnum? Viljum við búa í svoleiðis samfélagi? --> Fólk flytur burt í stórum stíl því miður svo það er skiljanlegt í slíku samfélagi að vilja halda þeim sem eru. Þess vegna m.a. eru stöður iðulega ekki auglýstar. Þá eru líka notuð trikk eins og að búa fyrst til hlutastarf sem þarf ekki að auglýsa og svo þegar ,,réttur” einstaklingur er kominn í starfið þá er það stækkað. Þegar stöðurnar eru auglýstar þá eru kröfurnar klæðskerasniðnar að viðkomandi. Stundum vantar ekkert nema að umsækjandi eigi að heita þessu nafni. Samt kemur fyrir að utanaðkomandi sækir um og hefur kostina til að bera. Þá er honum samt hafnað , skaðabæturnar greinilega ásætta
Frúin sem var flæmd frá Hálsi ásamt fjölskyldunni sinni.